Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 106
ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR :
í livaða vagni?
Sumt fólk er til með að ónotast í manni, þó aS maður hafi hreint alls
ekkert gert því, heldur bara verið að horfa á barnavagnana þess og
reynt að kíkja inní þá sem allra snöggvast.
Því finnst víst undarlegt, hvað maður getur verið að snuðra í kring-
um hluti, sem manni koma ekkert við.
Það er svosem satt, — manni kemur það kannski ekki beinlínis við,
— sjálfur hefur maður aldrei átt vagn og nú á maöur engan krakka
lengur.
En það er sama, maður getur ekki stillt sig um að forvitnast í barna-
vagnana, þegar þeir eru svona allt í kringum mann, hvað sem eigend-
urnir gera. Og manni kemur það líka dálítið við------
Undarlegt hvað barnavagnar eru ólíkir, — þótt til sé allur þessi sæg-
ur af þeim. Það sér maður bezt, þegar maður laumast í kringum þá og
grandskoðar allan útbúnaðinn og hlustar eftir hverju hljóði áfjáðum
eyrum, eins og lítill strákur, sem skoðar klukkuverk.
Sumir eru bráðfallegir og svo ægilega sætir á litinn, — skyggnið úr
lillarauðu gabardíni og vagninn sjálfur gljálakkaður, svo hægt er að
spegla sig í honum. Og hvít gúmmídekk á hjólunum, svo mjúk, að ekk-
ert heyrist, þegar maður keyrir. Svo er bremsa innámilli hjólanna, —
það þarf ekki annaö en koma við hana með tánni, þá stanzar vagninn
af sjálfu sér í miðri brekku — — og hjólin eru svo há, að maður þarf
næstum ekkert að beygja sig til að líta á krakkann.----
Þarna kúrir hann í heitum dúnsængunum eins og ungi í hreiÖri, —
litla andlitiÖ gægist út á milli snjóhvítra blúndusvæflanna með undrun-
arsvip í augunum. Fallegur mjólkurpeli með mælistrikum og nýtízku
túttu hallast uppí eitt hornið. Maður finnur daufan ilm af barnapúðri