Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Side 110
220 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR annað en taka eftir þessu, þegar maður hringsólar kringum alla þessa vagna og stelzt til að kíkja í þá meðan mæðurnar eru fjarverandi. Þess- vegna passar maður að koma ekki við Ijótu vagnana, — þeir gætu ætt á stað og runnið eitthvað í vitleysu------Það er ekki alltaf, að maður finni steina til að setja við hjólin--- Stundum grenja krakkarnir bæði í Silver-Cross-vögnunum og öðrum vögnum, og þá hefur maður góða og gilda ástæðu til að gægjast undir skyggnið og segja fallegt við krakkann, — jafnvel þó að pabbarnir séu viðstaddir, — því karlmenn eru svo dæmalaust klaufskir að hugga krakka, þó að þeir séu allir af vilja gerðir. Og enginn getur tekið það illa upp fyrir manni að vilja hugga krakka, sem grenjar, hvort sem maður er stelpugopi eða virðuleg frú. Ef það er krakki í Silver-Cross-vagni eða einhverjum alvöruvagni, þá hristir maður hringluna í bandinu og gerir sig sætan framan í krakk- ann. En ef það er krakki í hinsegin vagni, þá smellir maður í góm og gerir sprell með fingrunum, því þar er engin hringla. Ef enginn er nálægt, seilist maður í pelann og lætur túttuna upp í litla munninn, en það þorir maður ekki, ef foreldrarnir eru nálægt, því það er frekt að láta túttu upp í krakka annars fólks. Þegar mömmurnar standa mann að verki, er ekki um annað að gera en víkja sem skjótast og horfa lotningarfullum aðdáunaraugum á krakk- ann. — Konurnar með ljótu vagnana verða ennþá blárri í framan og sumar verða á svipinn eins og eitthvert misendi hafi komizt upp um þær. Svo rykkja þær í vagngarmana, svo glamrar við og hriktir í öllu hrófatildr- inu. Vagnólánið dregur þær með sér og þær reyna að spyrna hælunum í kantsteinana, eins umkomulausar og doríur aftan í dráttarbát. Fínu frúrnar gjóa til manns hornauga með góðlegri fyrirlitningu og skoða krakkann vandlega, eins og til að ganga úr skugga um, að mað- ur hafi ekki eyðilagt hann. Svo svífa þær af stað, eins og lystisnekkjur í óskabyr, og senda manni blendið Maríubros. Og maður reynir að berja því inn í hausinn á sér, að maður eigi engan krakka lengur, — enda var þetta ekki svarthærður strákur, heldur ljóshærð telpuhnyðra, með alltöðruvísi hár og alltöðruvísi augu og munn-----------og manni kemur það víst ekkert við. Þetta var krakki annarrar konu. Þó verður manni illt við, — maður spennir greipar fyrir aftan bak til að stilla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.