Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 114
224
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
örar en í höfuðborginni. Þar snýst baráttan að mestu um gullkálfinn,
en síður um heiður Frakklands.
Gist á Gullna Ijóninu. Ráp í tunglsljósi um völundarhús gatna, sem
engar eru beinar, húsin hallast hvert upp að öðru og hver krókur og
kimi hefur verið byggingarfræðilegt viðfangsefni leyst á hinn aðdáan-
legasta hátt, sennilega án þess að nokkur húsameistari kæmi þar nærri.
Ýmis af hverfum borgarinnar hafa staðið allt frá tólftu öld. Hér er
fæðingarstaður skáldsins la Boetie, sem var einkavinur Montaignes. Hér
er fólkið ákaflega vingjarnlegt og skrafhreyfið, ólíkt Parísarbúum. Bíl-
stjórinn stanzar og spjallar við kunningjana á leiðinni og tekur fyrir
þá pakka og pinkla til næsta þorps. Það er rétt eins og maður sé kominn
heim, því hér er enginn að flýta sér. (Það er sagt að íslendingar flýti
sér aldrei — nema þegar þeir setjast við stýri á bíl. Þá er eins og fjand-
inn hlaupi í þá og þeir hika ekki við að eiga nokkur mannslíf á sam-
vizkunni, jafnvel þó að erindið sé ekki merkilegra en það, að skjótast
á milli húsa í Reykjavík).
í öðrum fólksbíl í bítið morguninn eftir til Montignac (montínjak).
Árbítur á Gullnu sólinni. Tveggja kílómetra ganga upp brattar brekkur
og þá er komið að Lascaux-hellinum (laskó).
Um hundrað ár eru nú liðin síðan menn fyrst fundu hina máluðu
hella forsögumanna. Fjöldi þeirra hefur fundizt síðan, einkum á Norður-
Spáni og Suðvestur-Frakklandi, eða sinn hvoru megin Pyreneafjallanna.
Merkastur þeirra er talinn Altamira-hellirinn á Norður-Spáni, en Frakk-
landsmegin mun Lascaux-hellirinn vera talinn einna merkastur, einkum
vegna þess, hversu vel myndirnar hafa varðveitzt.
Sunnudag einn árið 1940 voru fjórir piltar frá þorpinu Montignac
á skemmtigöngu uppi á hæðinni fyrir sunnan þorpið. Þá rákust þeir á
hellismunnann, sem var að mestu hulinn gróðri, klifruðu ofan í hellinn
og uppgötvuðu þannig einn merkasta fornleifafund frá tíð forsögu-
manna. Skömmu síðar var Henri ábóta Breuil tilkynnt um fundinn, en
hann er einn merkasti sérfræðingur á þessu sviði. Brá hann fljótt við
og rannsakaði hellinn rækilega. Síðan hefur fjöldi sérfræðinga, forn-
fræðingar, jarðfræðingar, mannfræðingar, listfræðingar og listamenn
og jafnvel sálfræðingar, rannsakað hellinn.
Maður er nefndur Fernand Windels. Hann hefur tekið fjölda ljós-
mynda af öllum myndunum af mestu kostgæfni og alúð og skrifað um