Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Qupperneq 116
226
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
verka eru því með nokkrum hætti forfeður núlifandi manna. Myndirnar
sjálfar eru taldar vera gerðar.seint á Aurigníska tímabilinu, eða um
20.000 ára gamlar.
Ekki er hægt að sjá hvort myndirnar hafa verið gerðar á skömmum
tíma, tugum ára, hundruðum eða þúsundum. Flestar eru myndirnar
málaðar, en sumar eru ristar í bergið. Tvennt er það sem bendir til
þess að þær hafi verið lengi í smíðum, að oft hefur verið málað yfir
og ofan í eldri myndir og einkum eru ristumyndirnir gerðar hver ofan
í aðra, svo þær líta út eins og rissbækur listamanna, og svo auðvitað
hinn mismunandi stíll sem kemur fram í myndunum, og verður vikið
að því síðar.
Hvelfing hellisins er úr þéttum sandsteini og taisvert harðari en vegg-
irnir. A henni hefur myndazt hvítleitt hrúður og myndirnar verið gerð-
ar um það bil sem hrúðurmyndunin var að hætta, en þó haldið áfram
nokkru á eftir og myndað þannig einskonar skel yfir litina, sem hefur
varðveitt þá fram á þennan dag, en þó ekki svo þykka að hún mái
myndirnar. Á stöku stað hefur frost sprengt nokkrar flísar úr hvelfing-
unni og úr málverkunum, en á skellunum hefur ekkert hrúður mynd-
azt. Þetta er talin aðalástæðan fyrir því hversu vel myndirnar hafa
varðveitzt.
Um tildrög myndanna vil ég sem minnst ræða, enda kemur sérfræð-
ingum ekki saman um það atriði og því tilgangslaust fyrir mig að leiða
getur að því.
Myndirnar eru flestar af veiðidýrum: villtum hrossum og nautgrip-
um, hreindýrum, hjörtum, steingeitum, vísundum og elgsdýrum. Auk
þess er einn tvíhyrndur nashyrningur, einn fugl, ein táknmynd af manni
og svo eitt furðudýr (,,einhyrningar“), sem virðist samansett úr pörtum
margra dýrategunda. Þá eru sýnd ýms vopn, svo sem örvar, skutlar og
spjót, og allskonar merki, er vísindamenn hafa ekki getað Aáðið í ennþá.
Flestar eru myndirnar svo vel gerðar, að óvíst er að færustu núlif-
andi snillingar gætu gert betur, nema þá að æfa sig á dýramyndum sér-
staklega árum saman. Talið er víst að listamennirnir hafi verið vel þjálf-
aðir í ströngum skóla, því enn tíðkast það meðal frumaldarmanna sem
enn eru við líði, þó list þeirra sé ekki á nærri eins háu stigi.
Hvelfingar hellisins eru furðu sléttar áferðar og ekki of hrjúfar,
rjómagular á lit, sem sumstaðar slær á bleikum blæ. Þær mynda hinn