Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 118
228
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lýsa hann upp með rafmagni. En Frakkar liafa, eins og þeirra var von
og vísa, gert það af hinni mestu smekkvísi. Fyrst er gengið ofan breið-
ar tröppur og inn í móttökuherbergið, sem er með íhvolfu þaki, allt
byggt úr hinum fallega leirgula steini á staðnum. Þar eru fyrir gæzlu-
maður og fylgdarsveinn, tveir af piltum þeim er fyrst fundu hellirinn,
sem nú eru menn um þrítugt. Þá er farið inn um voldugar dyr og niður
aðrar tröppur. Þar drýpur úr loftinu, en öllu vatni er safnað saman
og síðan leitt í burt. Fyrir neðan tröppurnar hefir verið byggður ann-
ar veggur, sem harnlar því að nokkur raki komist lengra og á honum
eru enn voldugar dyr. Og er þá komið inn í það allra helgasta, eða að-
al-álmu hellisins. Ljósunum hefur verið svo haganlega fyrir kornið, að
þau trufla hvergi augað, en lýsa upp hverja mynd. Er þar dýrðlegt um
að lilast og verður hugurinn gripinn helgi. Áhrifin urðu þau sömu fyr-
ir mér og þegar ég, áhugasamur listnemi á unglingsaldri, kom í fyrsta
sinn á verulega gott listasafn erlendis, — eða eins og ég get hugsað
mér, þegar trúaður maður kemur í fallega gotneska kirkju. Þess má
geta að engar ljósmyndir geta gefið hugmynd um áhrif hellisins, því
þær sýna aðeins myndirnar, en ekki andrúmsloftið í þessu undursam-
lega musteri.
Fundizt hafa 60 grútar-lampar í hellinum, sumir með leifum af feiti
og einhverskonar raki, en talið er að reykurinn af þeim hafi verið það
„þungur“, að hann hafi ekki liðið um loftin og því ekki sótað myndirn-
ar, enda eru þær svo ferskar að halda mætti, að þær sem bezt hafa varð-
veitzt, hefðu verið málaðar fyrir tveimur árum en ekki 200 öldum. Það
þarf ekki inikið ímyndunarafl til að sjá í anda forsögumennina, skeggj-
aða, síðhærða, klædda loðfeldum, liðast í fylkingum um króka og kima
hellisins hver með sína kolu í höndinni, heillaðir af þessum dásamlegu
listaverkum. Og það er ekki að efa, að alþýðu manna hefur fundizt að
þeir snillingar, sem gátu skapað aðra eins fegurð, hlytu að vera mátt-
ugir í eðli sínu.
Það getur verið að myndir þessar hafi verið gerðar í trúarlegum til-
gangi, sem ákall til æðri máttarvalda, að gefa þeim góða veiði, að veita
þeim „daglegt brauð“. En ég er sannfærður um, að fyrir listamönnun-
uin hefur verkið sjálft verið aðaltakmarkið, að það er sprottið af ein-
lægri fegurðartilfinningu. Til þess vísar hin hárvissa smekkvísi og sú
fagurfræðilega nautn, sem listaverkin veita enn í dag. Meðan ég var í