Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Side 120
230
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lag, stundar nú sömu iðju suður í Afríku og austur í Asíu. Og þeir eru
ekki þeir einu.
Ég held að gömlu heimspekingarnir hafi gefið okkur of göfugt heiti,
að kalla okkur liomo sapiens, hugsandi verur. Siðgæðið er seinlátt til
þroska og við lærum lítið af reynslunni. Enn grúfir miðaldamyrkur
yfir þessum fallega heimi okkar.
Og síðan er ferðinni heitið til Toulouse við rætur Pyreneafjallanna.
París, í maí 1953.
[Myndirnar, sem fylgja grein þessari, hefur tekið prófessor Fernand Windels,
höfundur bókarinnar „Hellismálverkin í Lascaux11. Eru þær birtar hér með góðfúsu
leyfi höfundarins.]
TRJÁLOFT í NOREGI
Dalurinn heitir Borggrendsdal og er afdalur úr Fyresdal hinum mikla
á Þelamörk. Hann er eins og spurnarmerki eða öfugt S í laginu og því
umgirtur af fjöllum á allar hliðar. Fjöllin eru ekki há, en brött og öll
skógivaxin upp á efstu hnjúka. Á stöku stað glyttir í naktar klappir, en
livar sem er skora með ofurlitlum jarðvegi, festa trén rætur. Skógurinn
samanstendur af furu, greni og birki, með reyni og eini á stöku stað.
Heima við bæina rækta þeir álm, hlyn og heslihnot og önnur skrauttré,
auk þess ávaxtatré, epli, plómur og kirsiber og 5—6 tegundir berja-
runna.
Dalbotninn er allur hulinn stóru vatni og er þó stærra en náttúrlegt
sé, því við afrennsli þess hafa menn komið fyrir stíflu í þeim tilgangi
að fleyta trjábolum ofan eftir ánni niður að næsta vatni. Bæirnir eru
allir í brekkunum upp frá vatninu og túnin víðast snarbrött. Sumir
bæjanna eru uppi í miðjum hlíðum fjallanna eins og lítil rjóður í óend-
anlegum skóginum.
í lítilli vík framundan Vassbö, bænum sem við gistum á, var stór
floti af trjábolum, þegar við komum. Trén höfðu bændurnir í dalnum