Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 128
238
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Beygingar ýmsar eru einfaldari í talmálinu og upp í það hefur verið
tekinn fjöldi orða úr málunr nágrannaþjóðanna, tyrknesku og ítölsku
til dærnis. A hinn bóginn er sköpunarmáttur grískunnar til nýmyndun-
ar orða mikill, eins og sést þegar á því, að í nrörgum fræðigreinunr er
alsiða, þegar búa þarf til ný orð, að leitað er til grískra orðstofna.
I grískri tungu eru þrjú nrálfræðikyn eins og í íslenzku, en ákveðinn
greinir er laus og skeyttur framan við nafnorðið eins og gert er í ensku
og þýzku. Beygingarflokkar no. eru taldir sex. Föll eru fimm og tölur
þrjár, eintala, tvítala og fleirtala. — Eins og að líkum lætur, hefur
seinni tíma þróunin stefnt mjög í þá átt að fækka föllunum. T. d. nota
nútíma Grikkir forsetningu og þolfall í stað þágufalls, forsetninguna
ís (eis), senr verður oft ekki annað en ’s, þannig að sérhljóðið fellur
framan af. Þágufallið tó anþrópó (nranninum) hverfur þá, og í þess
stað kenrur forsetningin þessi og þolfall, sem ætti að verða ís ton anþró-
pon, en vegna þess að sérhljóðið fellur framan af forsetningunni, verð-
ur þetta ’s ton anþrópon. Beygingarkerfi sagnanna er töluvert flókið,
en annars eru þar þrjár myndir sagna, germynd, miðmynd og þolmynd
eins og í íslenzku. Miðnrynd er annars til í fáum öðrum málum.
I sambandi við grrskuna er rétt að líta á endingarnar -us og -os, sem
verða oft á vegi okkar. Endingin -os er grísk, en -us er samsvarandi lat-
nesk, og raunar samsvara þær karlkynsendingunni -ur í íslenzku. Róm-
verjar tóku upp á því fyrstir nranna að setja th í staðinn fyrir þ, þegar
þeir skrifuðu grísk orð í latínu, af því að þ er ekki til í latínu, en aftur
á móti í grísku. Þaðan er runninn sá alþjóðasiður að rita th í stað þ í
ýmsum orðunr, jafnvel ættarnöfnum íslendinga, Thorarensen, Thorodd-
sen, Thors og fleirum. Hins vegar er rétt að rita þ, ekki th, þegar grísk
orð eru notuð í íslenzku rnáli, svo sem Þemistókles, Pyþagoras, kaþólsk-
ur.
IX
Albanska
Albanska er sérstæð innan indóevrópskra mála, ekki talin skyld einu
þeirra framar öðru, en fjölda orða hefur hún tekið upp úr tungum ná-
grannaþjóðanna, latínu, grísku og síðar ítölsku, serbó-króatísku og
tyrknesku. Hana tala um tvær milljónir nranna, en ekki á nema rúm-