Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 136
246
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Hún var upprunalega mállýzka þeirra bantúmanna er byggðu austur-
strönd Mið-Afríku frá örófi alda. Orðið sjálft, swahili, er komið úr
arabísku og merkir þar strönd, en Arabar hafa löngum haft mikil við-
skipti við íbúa Austur-Afríku.
Swahili skiptist í allmargar mállýzkur, og á henni eru til þó nokkrar
bókmenntir, blöð eru gefin út og rituð af innfæddum mönnum, svo sem
Ma-mho Leo og Mae-nde-leo. Og við getum fyrirfram huggað okkur
við það, að þetta mun vera ein hin auðlærðasta þjóðtunga veraldarinn-
ar, að fróðra manna sögn. Framburður er auðveldur, stafsetningin fylg-
ir framburðinum að mestu leyti og beygingar allar eru mjög regluleg-
ar. Ýmsir þeir, sem tala swahili, rugla saman l- og r-hljóðunum, og er
það raunar ekkert einsdæmi í málum. M og n eru jafnan borin fram í
einu atkvæði með eftirfarandi samhljóði. Þess vegna koma fyrir orð
eins og ngo-mbe.
Við skulum hugsa okkur að við höfum fyrir framan okkur texta á
swahili og orðabók. Við flettum upp í orðabókinni, en finnum ekki eitt
einasta orð, sem við leitum að. Skýringin er sú, að öll orðin í textan-
um, það er að segja nær öll orð málsins, eru beygð með forskeyt-
um, ekki endingum, eins og við eigum að venjast. „Bók“ er kitabu, en
fleirtalan „bækur“ vitabu, „hnífur“ er ki-su, en fleirtalan „hnífar“ vi-su,
og orðsins verðum við að leita í orðabókinni undir stofninum -su =
hnífur. Þessi beygingarflokkur er því kallaður ki vi flokkurinn, af því
að eintalan byrjar jafnan á ki, en fleirtalan á vi. Beygingarflokkar nafn-
orða eru fleiri, en reglulegir. í bantúmálunum eru þeir flestir 12, en 5
fæstir, 7 í swahili. Og ef við ætlum að segja t. d. „góður hnífur“,
verðum við að bæta eintöluforskeyti flokksins ki, framan við lýsingar-
orðið líka, kisu kizuri (lýsingarorðið zuri á eftir nafnorðinu), en ef
við ætlum að nota fleirtöluna, þá bætum við fleirtöluforskeytinu fram-
an við bæði orðin, visu vizuri, „góðir hnífar“. Annar beygingarflokk-
ur hefur í eintölunni m sem forskeyti, en wa í fleirtölu, og ef lýsingar-
orðið er notað með orði úr þeim flokki, verður það að fá tilsvarandi
forskeyti, mtu mzuri, „góður maður“; watu wazuri „góðir menn“. Þetta
sama forskeyti verða öll þau orð að hafa, sem eiga við nafnorðið, líka
sagnir.
En swahili hefur fleiri möguleika til orðmyndunar. Forskeytið U er
notað til að tákna nöfn landa, tungumálið í landinu er táknað með for-