Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 140
JACK WODDIS:
Asíubændur í uppreisn
(Grein þessi birtist í hinu merka enska tímariti The Modern Quarter-
ly, 2. hefti, 1953. Höfundurinn er sérfræðingur í efnahagsmálefnum
Austurasíu. Bændamál Asíu og annarra nýlendna eru mikilvægustu úr-
lausnarefni nútímans. Ef menn þekkja ekki bændamál Asíu botna þeir
hvorki upp né niður í viðburðum þeim, sem gerast nú á degi hverjum
í kringum okkur. Það gefur grein þessari sérstakt gildi, að hún er öll
skrifuð á grundvelli opinberra heimilda eða styðst við rit manna, sem
ekki verða sakaðir um samúð með byltingarhreyfingum Asíu. Þýð.)
Um Asíu fer nú bylting mikil, er tekur til yfirgnæfandi meirihluta allra þeirra
milljóna manna, er byggja þessa álfu. Bylting þessi birtist sem barátta fyrir þjóðar-
sjálfstæði gegn stjórnarfari erlendrar stórveldastefnu. I þessari byltingu taka þátt
verkamenn og bændur, menntamenn og handverksmenn, og þjóðemissinnaðir hlut-
ar auðmannastéttarinnar í hverju landi. En hjartaslög þessarar byltingar er að
finna í baráttu hundraða milljóna bænda, er vilja binda endi á örbirgð og félagslega
eymd, sem er meiri en orð fá tjáð, en afnema lénsveldi stórjarðeigenda og eignast
jörðina handa sjálfum sér.
Efnahagskerfi Asíulanda er fyrst og fremst bundið landbúnaði. í Síam eru 89%
allra vinnandi manna starfandi í landbúnaði; í Kóreu 73%; í Burma 70%; í Indó-
nesíu og á Filippseyjum 69%; á Indlandi 67%; á Ceylon 62%; í Malajalöndum
61%. Jafnvel í Japan starfa 52% að landbúnaði, en aðeins 22% í iðnaði. í öllum
öðrum löndum, sem að framan voru talin, eru minna en 15% starfandi í iðnaði.
Fróðlegt er að bera saman þessar tölur við sambærilegar tölur með vestrænum
þjóðum: á Bretlandi eru 6% af vinnandi mönnum starfandi í landbúnaði, 17% í
Bandaríkjunum, 26% í Þýzkalandi og 36% á Frakklandi. Tölur þessar eru talandi
tákn um það, að landbúnaður skipar mest rúm í efnahagskerfi Asíulanda — en
í öllum þessum löndum eru bændur jarðnæðislausir, matarskortur og sultur hjá
fólki. 1 bók sinni Bœndaóeirðir í Suðausturasíu bendir prófessor Jacoby á það, að
80% innborinna manna í Suðausturasíu lifi á jaðri sultartilveru.