Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Qupperneq 142

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Qupperneq 142
252 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR varlegasta torfæran þegar bæta skal lífsskilyrði Malajamanna,“ segir A. L. Mills. Skýrsla frá matvælanefnd Sameinuðu þjóðanna kemst svo að orði, að í Thaílandi „eru leiguliðar sokknir í skuldir upp yfir höfuð.“ „Kóreubændur geta á engan hátt hrúað bilið milli tekna og útgjalda nema að steypa sér í skuldir; því eru um það hil 75% allra bænda skuldum vafnir," segir W. Ladejinsky. Ofan á klyfjar landskuldar og f járleigu er bændum gert að hera geysilega skatta. Að baki landsdrottnum og lánardrottnum standa risabankar stórveldanna. Og að baki leppstjórnum landsdrottna standa fallbyssur stórveldanna. Undir tvíefldu oki lénsveldis og heimsveldadrottnunar sekkur bóndinn skjótt niður í sárustu eymd — slíka öreign, að sérhver viðleitni hans til að bæta kjör sín við skilyrði ríkjandi skipulags hlvtur að mistakast. „Búskaparhættir sveitanna hafa ekki breytzt um þúsundir ára. Á öllum þessum öldum hafa bændur ekki haft annað verkfæra en grefið og hnífinn og tréplóginn, eða trjágrein, sem höfð er fyrir herfi og er dregin af dráttardýrum, úlföldum, ösn- um eða uxum — eða af mennskum dráttardýrum. Utsæðiskornið, sem bændur nota er að gæðum ekki allfjærri hinum villtu frumtegundum kornsins. Uppskeran er lítil, að sumu leyti vegna þess, að húsdýraáburður er notaður til eldsneytis eða hann er notaður til híbýlagerðar, svo sem siður er á Indlandi. Korn er skorið með hnífi eða reitt upp úr jörðinni.... Kornið er þreskjað ýmist með því að slá því við jörðina eða uxar eru látnir troða það. Vindinn nota menn til að hreinsa það að títu og ögnum. Ef haki eða kornsigð, eða jafnvel þreskiþúst yrði tekin í notkun á þessum slóðum, mundi það valda byltingu í búnaðarháttum." („Dawn Over Asia“: Ritchie Calder, bæklingur útgefinn af News Chronicle, 1952). „Ræktunaraðferðir eru hinar sörnu og þær hafa verið öldum saman, sennilega síðan fyrstu yrkjendur settust að f hinu blauta landi. Plógurinn er gerður úr viði og dráttardýrið er kraftlítill uxi, ófær til erfiðisvinnu. Það tekur tíu sinnum lengri tíma að róta upp þessari jörð en að plægja hana eins og gert er í hinum vestræna heimi. Kornuppskera er, þegar bezt lætur, aðeins tveir þriðju af meðaluppskeru í Evrópu, en kýmyt og skrokkþungi nemur aðeins einum fjórða af því, sem algengt er í Evrópu.... Þótt jörðin sé frjósöm, þá er hún hörmulega leikin, vegna þess að dráttarafl skortir á þeim tíma þegar þess er mest þörfin, þ. e. milli sáðtíða. Dráttar- dýrin eru svo máttfarin, að þau geta ekki valdið þyngri tækjum en tréplógi þeim, sem nú er notaður. Þar sem skortur er á nægu fóðri handa dráttardýrum er engin von til þess að ala hógmeiri dýr, og þar sem þrekmeiri skepnur skortir, er engin von til þess að rækta fóðurjurtir í annarri sáðtíð eftir rísuppskeru." (Agricultural Planning in East Pakistan: W. Klatt, Pacific Affairs, september, 1952). Er nokkur furða, að Asíuhændur séu í uppreisn, þegar lífsskilyrði þeirra eru slík? í sama mund og kjör þeirra hafa versnað hafa bændur tekið æ meiri þátt í baráttunni fyrir jörðum, lýðræði og sjálfstæði. Þetta verður ljóst af viðburðum þeim, er urðu upp úr efnahagskreppunni á fjórða tug aldarinnar. Milljónir bænda, sem höfðu þegar búið við linnulausa kreppu og örbirgð, þjakaðir af þungum landskuldum, sköttum og rángjörnum okrurum, steyptust niður í aumustu fátækt og hungur, flosnuðu upp af jörðum sínum og urðu hinni sárustu eymd og niður-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.