Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 144

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 144
254 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR A þessum sömu árum voru bændaóeirðir á Indlandi, uppreisn í Indó-Kína og önnur í Síam. Hin síðari heimsstyrjöld lagði ekki aðeins nýjar efnahagslegar byrðar á Asíu- bændur, heldur veitti hún þeim einnig nýja pólitíska reynslu og ný tækifæri. Hundruð þúsunda bænda tóku þátt í skæruliðahreyfingunum, sem hristu grund- völlinn undir fótum hinna japönsku fasista um alla Suðausturasíu og í hinum Fjörru austurlöndum. Og þegar stríðinu lauk sýndu bændur Asíu hið sama hug- rekki, einbeitni og frumkvæði í baráttunni fyrir jörð og frelsi. Enginn fær skilið byltingu Asíu nema hann skilji bændamál Asíu. Stalín hefur hent á þetta: „Vandamál nýlendna og hálfnýlendna er í raun og veru bændamál.“ Maó Tse-tung hefur reifað þessa skilgreiningu nánar, að því er Kína varðar. Hann segir: „ ... Kínverska byltingin er bylting bændanna. Landvarnarstríðið sem nú er háð gegn Japan er í raun og veru landvarnarstríð bænda. Stjómarstefna hins Nýja lýðræðis er í raun og veru fólgin í því að framselja völdin í hendur bændum. Hin nýja þjóðvaldsstefna eða hin sanna þjóðvaldsstefna er í eðli sínu byltingarstefna bændastéttarinnar. Inntak alþýðlegrar menningar er í raun og veru að skapa menn- ingu meðal bændamúgsins. Þegar vér leggjum leið okkar til fjalla, söfnumst þar saman, vinnum þar, nemum þar, gefum þar út bækur og blöð, skrifum og leikum í þessum fjallahéruðum, þá er það í raun og veru gert fyrir bændur; og loks má geta þess, að allt sem við notum til þess að veita Japönum viðnám og til að halda í okkur lífi fáum við í raun og veru frá bændunum. Við segjum „í raun og vera“, og meinum þá „að mestu leyti“, því að við tökum einnig tillit til annarra þjóðfé- lagsstétta.... Það er hverju skólabarni kunnugt, að 80% kínversku þjóðarinnar eru bændur.... Fyrir þá sök verður bændamálið höfuðvandamál kínversku bylt- ingarinnar og afl bændanna höfuðafl kínversku byltingarinnar.“ (New Democracy: Maó Tse-tung, Bombayútgáfan, 1944). Sama atriði er túlkað í hinni nýju stefnuskrá indverska kommúnistaflokksins: „Landbúnaður og bændamál eru mikilvægustu úrlausnarefnin í tilveru lands vors. Vér getum ekki eflt landbúnað vorn að neinu ráði og birgt land vort að fæðu og hráefnum vegna þess, að hinir snauðu bændur, sviptir jörðum sínum, eiga þess ekki kost að kaupa frumstæðustu akuryrkjuverkfæri og efla þannig búskap sinn. Vér getum ekki skapað ríkinu traustan grundvöll vegna þess, að bændur lifa í hálf- svelti og fá engan stuðning frá ríkisstjórninni, hata hana og neita henni um stuðning. Vér getum ekki bætt lífskjör verkalýðsins að neinu ráði vegna þess að hundruð þúsunda hungraðra manna flæða yfir „vinnumarkaðinn", lækka „vinnuverðið", auka atvinnuleysingjaherinn og varna því að hægt sé að bæta lífskjör hins vinn- andi fólks. Vér getum ekki brotizt út úr menningarlegu myrkviði vegna þess að bændurnir, hálfsveltir, en þó yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar, eru sviptir öllum efnum til að veita börnum sínum menntun. Til þess að losna við þetta böl og koma landi voru áleiðis til menningar, þá er það nauðsynlegt að skapa bændunum mennsk lífsskilyrði, þá er nauðsynlegt að taka jörðina af stórjarðeigendum og afhenda hana bændum." Því er það höfuðvandamál verkalýðsins í Asíu, hvernig hann fær unnið meiri-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.