Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 145

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 145
íASÍUBÆNDUR í UPPREISN 255 •hluta bænda til fylgis við þjóðfrelsishreyfinguna. Því að án þátttöku bænda verður ekki hægt að heyja árangursríka baráttu fyrir þjóðfrelsi og lýðræði. En til þess að vinna fylgi bænda verður verkalýðurinn að hjálpa þeim í baráttunni fyrir jörðinni. .lohn C. Early, landstjóri á Filippsevjum, sagði árið 1931: „Takið jörðina frá mönnum og þeir verða örvita." Við þetta mætti bæta: „Gefið bændum jörð og þér munuð vinna fylgi þeirra.“ Þessi einföldu sannindi eru staðfest hvað eftir annað af blaðamönnum enskra blaða. Hvað eftir annað neyðast þessir rithöfundar til þess að játa, að heimsvalda- drottnunin er að bila í Asíu, að mistökin stafa af því, að heimsvaldasinnar eru þess ■ómegnugir að seðja jarðasult bænda og að bændur eru sem óðast að fylkja sér um þjóðfrelsishreyfinguna og kommúnistaflokkinn, en bændur skilja, að hann er eini f'okkurinn, sem af heilum hug er reiðubúinn til að hjálpa þeim til þess að eignast .jörð. Nýlega birtist ritstjórnargrein í Manchester Guardian. Þegar blaðið hafði drep- ið á jarðavandamálið í Persíu og Egyptalandi, benti það á lærdómana frá Kína, Eilippseyjum og Suðurkóreu, þar sem Vesturveldin hafa „með stuðningi sínum við þá flokka, er halda uppi „lögum og reglu“_____gengið í lið með stórjarðeigendun- um, en eftirlátið kommúnistum óforþéntan heiður og áþreifanlegan hagnað af að koma fram sem forvígismenn bænda.“ (9. ágúst 1952). The Economist (12. ágúst 1950) segir, að hið „flókna" vandamál á Filippseyjum, þar sem 10.000 skæruliðar eru sagðir vera undir vopnum, sé það, hvernig „hægt sé •að fá landstjórn á Filippseyjum, sem er nátengd voldugri jarðeigendastétt, til þess að gera ráðstafanir til endurbóta í landbúnaði, sem dugi svo, að bændur hætti að -styðja hina hættulegu uppreisnarhreyfingu Húkflokksins." I líkum anda skrifar Benjamin Appel: „Filippínski öreiginn og kínverski kúlíinn munu halda áfram að gera uppreisnir þangað til þeir eignast jörð. Ameríkumenn sem skilja ekki jarða- sult þennan furða sig á mörgum viðburðum, sem eru að gerast þessa stundina þar r landi.“ (The Nation, 26. júlí 1952). Patrick O’Donovan getur hins sama varðandi Kína, er hann vekur athygli á því, •að Kúomintangflokkurinn „gekk svo langt, að hann afstýrði endurbótum í sveit- um,“ en „kommúnistar hafa unnið hændurna, ekki með ógnarstjórn ... heldur ■vegna þess, að þeir hafi framkvæmt kenningu Sun Jat-sens: „Jörðina handa þeim sem rækta hana.“ (Observer, 23. janúar 1949). Jafnvel í sambandi við Kóreu neyð- ist Manchester Guardian að játa, að stjórn Syngman Rhees hafi „haldið áfram að vernda stórjarðeigendurna.... Bændur voru hraklega leiknir." En Times vottar það hins vegar, að leiðtogar Norðurkóreu hafi „komið fram sem forustumenn f •endurbótum landbúnaðar sem á öðrum sviðum.“ (15. júlí 1950). A Indlandi er Kongressflokkurinn sem óðast að missa það fylgi, er hann naut meðal íbúa sveitanna, og stafar það af því, að flokkurinn hefur ekki viljað slíta böndin við heimsvaldastefnuna og lénsskipulagið né gefa bændunum jörð. Þetta er nú játað af öllum, jafnvel innan herbúða Kongressflokksins sjálfs og meðal stuðn- ingsmanna flokksins í öðrum löndum. Um áramótin 1951—1952, skömmu fyrir Jnngkosningarnar á Indlandi, skrifaði New Statesman and Nation, að indverskir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.