Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Side 155
.ASÍUBÆNDUR í UPPREISN
265
byggðunum og fá bændum f hendur jarðirnar. Bændur Asíu geta því aðeins leyst
vandamál sín, eignazt landið og útrýmt eymd sinni, að þeir blási til atlögu gegn
:heimsvaldastefnunni og lénsskipulaginu, að þeir stofni til bandalags við verkalýð-
inn. A þeirri stundu sem þeir hafa hreppt jörðina geta þeir hafizt handa um að
varðveita gróðurmoldina, auka grósku jarðar, beizla fljótin, græða löndin skógi,
■endurreisa forn áveitukerfi og grafa fyrir nýjum. Þetta er reynsla Ráðstjórnar-
Asíu, Kínverska alþýðuveldisins, Norðurkóreu og Vietnam.
Bændur Suðausturasíu skipa einmuna vígstöðu í þessari baráttu. Þeir geta stuðzt
við reynslu Ráðstjórnar-Asíu, þar sem eyðimerkurnar eru á undanhaldi, geta dreg-
ið lærdóma af hinni miklu kínversku byltingu, sem snerist gegn heimsvaldastefn-
■unni og lénsskipulaginu, og þeir geta ausið reynslu og þekkingu af löggjöf þess-
arar landbúnaðarbyltingar, sem orðið hefur leiðarhnoði, ekki aðeins allra annarra
landa Asíu, heldur og allra nýlendna og hálfnauðugra landa í veröldinni. Milljónir
Asíubænda stefna nú að því marki að afnema aldagamla fátækt og undirokun. Og
höfuðkjörorð baráttu þeirra, kjörorðið, sem hrakti hinar spilltu hersveitir Sjang-
Kaj-sjeks á nokkrum mánuðum suður allt Kínaveldi og síðan í sjó fram, er þetta:
„Jörðin handa þeim, sem hana rækta!“ Þetta kjörorð vekur Quirinó á Manílu illa
drauma, þetta kjörorð er hvíslað í hverju laufguðu tré í frumskógum Malajaskag-
ans. Undir þessu kjörorði unnu frambjóðendur indverskra kommúnista 78% at-
kvæða í Nallgonda og Telengana, þetta kjörorð bergmálar í eyrum Baó Dais í
svallklúbbum Rivíerastrandarinnar.
Þetta máttuga kjörorð fer yfir fjöll og um höf. Bankastjórar Frakklands eru
skelfingu lostnir, er þeir heyra þetta orð, gúmmíkonungar plantekranna festa ekki
blund um nætur, en MacArthur, Ridgeway og Eisenhower vita ekki sitt rjúkandi
ráð, þegar þetta kjörorð berst þeim að eyrum.
Loksins, eftir margra alda örbirgð og ánauð, sem orð fá tæpast lýst, hafa bænd-
ur Asíu risið á fætur í öllu sínu ofurveldi og réttlátri reiði. Ekkert fær stöðvað þá
— ekki benzínsprengjur, ekki sóttkveikjustríð, jafnvel ekki kjarnorkusprengjur.
Milljónirnar sækja fram, eftir langt bik, og stefna ásamt leiðtogum sínum og
bræðrum frá verksmiðjunum að þeim miklu miðum, er þeir hafa ásett sér að ná.
Sverrir Kristjánsson þýddi.