Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 160
270
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
j)eir komu til leiðar, birtir sýnishorn af
ritsmíðum þeirra og gerir grein fyrir
áhugamálum þeirra og skoðunum.
I fyrsta þætti bókarinnar, Vormenn
vestanlands, segir frá sr. Olafi og liðs-
mönnum hans í Vestfirðingafjórðungi,
og er þar gerð nokkur grein fyrir því um-
hverfi sem þessir menn eru vaxnir upp
úr. Eins og höfundur bendir á er sr. Ólaf-
ur einmitt alinn upp á næsta bæ við Jón
Egilsson sem áður var nefndur, og síðar
varð Brynjólfur Benedictsen einn helzti
samherji sr. Ólafs, en faðir Brynjólfs var
Bogi Benediktsson, sá er samdi Sýslu-
mannaævir, sonarsonur Boga í Hrapps-
ey sem lengstaf átti og rak Hrappseyjar-
prentsmiðju. Þessi og önnur persónu-
tengsl henda í áttina til fræðslustefnu
18. aldar, og þau tengsl eru bersýnilega
veigamikill þáttur í allri starfsemi þeirra
Flateyinga. Enda kemur það ljóst fram
í frásögn Lúðvíks Kristjánssonar að
Tómas Sæmundsson var sá Fjölnismanna
sem mest áhrifin hafði á þá, og er það
■eðlilegt, því að hjá honum hafa þeir
einmitt fundið greinilegastan skyldleik-
ann.
Annar þáttur bókarinnar snýst um
Framfarastofnunina í Flatey og hinn
þriðji um Bréflega félagið sem var beint
frá henni runnið, en að hvorutveggja var
Ólafur Sívertsen upphafsmaður, og í
f jórða þætti er sagt frá ársritunum tveim-
ur, Gesti Vestfirðingi og Ársriti presta í
Þórsnesþingi. Gestur Vestfirðingur var
gefinn út af Bréflega félaginu, en Ársrit
prestanna varð til fyrir atbeina Péturs
Péturssonar, síðar biskups, en vafalaust
fyrir áhrif frá starfsemi Flateyinga að
mjög verulegu leyti.
I þessum þáttum ber margt á góma
sem ekki verður rakið hér. I kaflanum
um Framfarastofnunina er m. a. mjög
fróðlegt yfirlit um elztu lestrarfélög á
íslandi, og væri æskilegt ef fróðir menn
í ýmsum héruðum gætu bætt þar ein-
hverju við, því að heimildir um þau eru
næsta gloppóttar, og vera má að einhver
vitneskja um þau leynist enn manna á
meðal, þó að ekki sé hún aðgengileg í
söfnum. Um Framfarastofnunina eru
aftur á móti til góðar heimildir í safni
hennar, og er það ýtarlega rakið í bók-
inni. Þó að blómaskeið hennar tæki
skjótan enda þegar sr. Ólafur féll frá,
er saga hennar um margt hin merkileg-
asta, og bein og óbein áhrif hennar ná
miklu víðar en margan grunar. Ófáir ís-
lenzkir merkismenn á síðari hluta 19.
aldar áttu rætur sínar í þeim jarðvegi
menningarvakningar sem skapaðist fyrir
atbeina þeirra manna sem þarna er frá
sagt, og sumir voru beinlínis styrktir af
þeim til mennta. Nægir þar að nefna
menn eins og Matthías Jochumsson, Guð-
brand Vigfússon, Björn Jónsson ráð-
herra. Enn fremur má ekki gleyma því
að í Flatey fékk Gísli Konráðsson skjól
síðustu æviárin, og á þann hátt björg-
uðust öll handrit hans, sem hefðu annars
átt á hættu að komast á flæking.
Ekki er heldur ófróðlegt að kynnast
sjónarmiðum og umbótatillögum Breið-
firðinga, sem birt eru í sýnishomum úr
ritgerðum þeirra úr söfnum Bréflega fé-
lagsins. Margar þeirra bera vott um
mikinn stórhug og bjartsýni, eins og sjá
má af því að sumar tillögurnar komust
ekki í framkvæmd fyrr en áratugum
síðar, jafnvel ekki fyrr en á allra síðustu
árum, eins og hugmyndir þeirra um
sjúkrasjóði og almennar tryggingar.
Það kemur fram hjá höfundi að ein
meginorsök þess að Vestfirðingafjórð-
ungur stóð svo framarlega í menningar-
málum um þessar mundir hafi verið