Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Qupperneq 162

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Qupperneq 162
272 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR' staður: nokkrir sundurskotnir húskofar, fólk I tötrum, saman komið úr ýmsum stöðum, sumt fatlað eftir orustur eða píningar nazista. Þaff er eins og þarna hafi skipbrotsmönnum skolað upp á eyðiströnd. En hvað um það, Voropaév lízt vel á staðinn og dreymir um góða hvíld og gleymsku. Það á þó ekki fyrir honum að liggja. Fyrr en hann varir er hann farinn að leggja þeim lið sem hér eru að reyna að rétta við og byggja upp aft- ur það, sem af svo mikilli grimmd og hatri var niður rifið. Veikur eins og hann er og fatlaður hrífst hann af ákaf- anum og örvar hann og leggur fram alla sína krafta til að hrinda í framkvæmd hugsjónum fólksins sem vill lifa hvað sem við tekur. Snerting hans við fólkið verður honum, ef ekki heilsubót, þá ó- missandi til að geta haldið áfram að lifa. Maðurinn getur ekki lifað einn. Um þetta fólk, áhyggjur þess, vonir og störf og þeirra árangur fjallar sagan, auk þess sem hún bregður upp myndum af sigurför Rauða hersins á vesturleið, unz sigur er unninn. Og þetta er margs konar fólk, engar týpur, heldur lifandi manneskjur eins og þær gerast í hvers- dagslífi og á örlagastundum. Þetta er ekki ein af þeim skáldsögum sem fyrir ritsnilld höfunda koma lesand- anum í uppnám. Hún er sögð blátt á- fram, án nokkurra stílbrellna, og þó eru í henni fagrar og skáldlegar náttúrulýs- ingar, en það er bjart yfir henni, sam- úðin með persónunum auðfundin, trúin á lífið sem bíður óbifanleg og vissa um mátt mannkynsins til að ráða yfir nátt- úrunni og skipuleggja líf sitt af skyn- semi. Og þetta er ástarsaga Voropaévs að öðrum þræði, dálítið þunglyndisleg vegna glataðrar trúar hans á hamingj- una — en í bókarlok fær hann heimsókn.. Hd. St. P. Cotes og T. Niklaus: Chaplin. Ævi hans og starf. Magnús Kjartansson þýddi. Það er mikill fengur í því að fá þessa- bók um hinn einstæða listamann, sem í raun og veru gat verið fulltrúi hvaða list- greinar sem er, að undan tekinni kannski myndlistinni, og þó var það einmitt þar, sem hann vann lífsstarf sitt, raunar ekki sem málari eða myndhöggvari, heldur kvikmyndaskáld. Bókinni er skipt í tvo kafla, fjallar annar um ævi Chaplins frá því hann fyrst sér dagsins ljós í fátækrahverfi í Lundúnaborg þar til hann að lokum, eftir unna veraldarfrægð, lifir í Banda- ríkjunum „rólegu menningarlífi auð- ugs manns“. — En þannig endar ekki saga snillingsins, þó bókin nái ekki lengra. Hann situr nú í útlegð frá þessu stjúplandi sínu, eftir endurvaktar of- sóknir, og á heima í Sviss. Starfi sínu hefur hann ekki heldur lokið þó hann sé nærri hálfsjötugur, hann vinnur þar að samningu nýrra kvikmynda. Milli þessara tveggja skauta, fátæktar og umkomuleysis og auðs og heims- frægðar, er langt líf harðrar lífsbar- áttu og glæsilegustu sigra á sviði listar- innar, sem bæði er fróðlegt að kynnast og unun að lesa um. í seinni kaflanum er sagt frá störfum Chaplins og kvikmyndum þeim er hann hefur skapað, og að lokum er bókarauki og skrá. Margar góðar myndir prýða bókina og þýðingin er góð. Hd. St.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.