Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 27. ÁRG. 1966
HEFTI • JÚNÍ
Prófsteinii á manndóm
„I Vestui-Evrópu eru þjóðir og ríkisstjórnir nú yfirleilt á einti máli um að samsinna
yfirdrottnun Stóra Bróður [þ. e. Bandaríkjanna],“ segir Maurice Duverger, velmetinn
írakkneskur stjórnmálarýnandi í nýlegri grein.
Svo virðist þeim mönnum, sem gera sér far um að láta ekki vildarhugsanir liafa álirif
á dóma sína, vera komið einmitt á þessum tíma; á þeim tíma þegar allir mega þó sjá
án nokkurrar áreynslu að Stóri Bróðir er stríðsglæpamaður, — ef það orð hefur nokkra
þýðingu, — að hann er þjóðmorðingi á við verstu ófreskjur sögunnar, — að hann cr
eiturmorðingi með verksmiðjuskipulagi, — ef nokkur kippir sér upp við það, — að hann
er plága heimsins.
Að sönnu munu þeir vera ófáir sem sakfella hina bandarísku villintennsku siðferðilega,
og líta þó á yfirdrottnun Bandaríkjanna sem náttúrlegt ástand hlutanna. Þeir telja aðeins
villimennskuna leiðan blett á ástandi sem sé annars sómasamlegt. Sívaxandi ítök Banda-
ríkjanna í atvinnuvegum og áhrif þeirra á lífshætti æ fleiri þjóða, telja þeir að minnsta
kosti óhjákvæmileg, ef ekki sjálfsögð og æskileg. Fyrir þeirra augum er enginn sam-
gangur milli þessa valds og villimennskunnar, þeir sjá engin tengsl milli stríðsins í Vict-
nam og hlutafélaganna í Bandarikjum Norður-Ameríku.
Fyrir rneira en þrjátíu árum stóð Bertolt Brecht upp á „Alþjóðlegu rithöfundaþingi
til vamar menningunni" og hélt ræðu. Á þingi þessu voru menn ósparir á siðferðilega
sakfellisdóma yfir vonzku fasismans, og Brecht, sem aldrei var uppnæmur fyrir „fögrum
orðum“, bað menn að hyggja betur að rótum meinsins og lauk ræðu sinni með því að
varpa framan í hina virðulegu samkomu þcssum orðum: „Kameraden, sprechen wir von
den Eigentumsverháltnissen!“ Nú er þessi áminning jafnvel enn brýnni en hún var árið
1935.
Það er ef til vill vegna þess að stjórnmálalegir og andlegir leiðtogar evrópskra ríkja
hafa ekki kunnað og ekki viljað sýna þjóðum sínum aðra leið en þá amerísku, og kennt
þeim að liorfa með augnglýju vesalingsins á hina bandarísku mælikvarða, að svo mörgunt
sýnist nú að yfirdrottnun Bandaríkjanna sé hið eðlilega ástand hlutanna. Það hefur stnám-
saman seytlað inn í vitund þeirra að hið ameríska neyzluþjóðfélag og allir búskapar-
hættir þess sé það takmark sem aðrar þjóðir hljóti að keppa að, og því vilja þeir ekki
láta minna sig á að sú skipun eignarréttarins sem þróazt hefur út í hættulegastar öfgar
í Bandaríkjunum, er grundvöllur morðverkanna sem Bandaríkjamenn fremja og munu
fremja í Víetnam og annarsstaðar.
Grein sú um Bandaríkjamenn í Víetnam sem birt er í þessu hefti flytur bæði skarp-
skyggna sálsýkisgreiningu bandarískrar heimsveldissóknar og ófalsaða og óritskoðaða
7 TMM
97