Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 90
Tímarit Máls og menningar
Greifi Reventlow, Stiftamtm. Jessen, Conferencer. Schlegel, Commandeur
Schönheýder, er í sumar færdi Printsinn til Islands,14 Etatsrád Lund m.fl.
Mest taladi eg vid Reventlow, Jessen og Lund, lika Schonheýder, er þókti
Island ófriófsamt; þad undradi Greifann mest, ad ecki væri plægt og sád á
Islandi; sagdi hann þarum margt heimskuligt, svo einn Kherra Værnstedt
tok mig til hlidar og sagdi mér hljódliga herumbil — þad er best, ad láta
eins og madur heýri ecki hvad þes(s)i Projectmakari, er ad fara med, því
svona talar hann, hvar sem hann er! Vid Frú Schonheýder taladi eg góda
stund, mest um Walter Scotts Romaner, m.m., hvoria hún synist hafa giört
sér ad andligri nautn. Um qvoldid var eg hiá kammerjunker Hoppe.
14. Octbr. Var eg hiá Iustitsr. Frýdensberg, um qvöldid á Comoediu med
Lassen og hans Konu.
15di Octbr. Var eg hiá Stiptamtm. Krieger áhrærandi þá islendsku Com-
mission. líka var eg hiá Justitsrád Bentzen. hreinskrifadi publik bréf og las
Acta afhendt þeirri íslendsku Commission.
16 Octbr. Var Stiptamtm. Kr. hiá mér og gegnum geingum vid þá nockud
af þeim sökum, sem vidkoma þeirri isl. Commission. Kaupmadur Christensen
frá Eyrarljacka var lika hiá mér og bad mig um rád snertandi vandrædi
Agent Svendsens á Onundarfýrdi. Um qvöldid var hiá mér Professor Rafn
og töludum vid mest um Grænlands Austurbýgd, fornfrædi og engelsk bók-
vísindi.
17 Octbr. heimsokti Professor Magnuss. mig og eg hann; líka var hiá
mér Kammerjunk. Hoppe, áhrærandi þá isl. Commission. Vel gat eg skýlid,
ad hann og Kr. hefdu mikid ólika meiningu um Landfog. Ulstrup; hinn
hrósadi honum i morgu tilliti, ad sönnu ei sem miklum gáfumanni, enn sem
greindum og stiórnsömum embættismanni; þessi hinsvegar áleit han(n) ódug-
ligann býfogeta, er léti sig leida af kaupmönnum og í sumu ödru syndi litla
Conduite.1 n Þad er og öldungis vist, ad Ulstr. hefur í medhöndlun á höndl-
unar sökum í hinu og þessu misfarist; enn — Stiptamtm. synist ei ad hafa
tekist stórum betur.
Um qvöldid var eg og Profess. M. í heimbodi hiá Grossera Magnus. Var
þar mikil samkoma, sumpart af kaupm(önnu)m (þó fáum íslendskum), sum-
part af lærdum mönnum. Mest taladi eg vid Professor Marihoe, vid þann
14 Sjá 76. athgr.
10Conduite: lag (í liegðun).
184