Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Side 122

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Side 122
Tímarit Máls og mcnningar væntanlegt í öðru bindi. Verkið hefur áður verið prentað í einni bók með nafninu Frá 17. mai til 9. april. Varð hún brátt vinsæl sem handbók, ekki sízt í æðri skól- um og háskólum í Noregi. Höfundur er látinn fyrir allmörgum árum, og hafa tveir sagnfræðingar gert nokkurar lagfæringar á ritinu. (Det norske samlaget, nýnorska, ób. kr. 12,50). Lítið kver, sem segir örlagaríka sögu, nefnist 9. april 1940, Dagen og forspillet. Ilöfundur er John Midgaard, og kom hókin fyrst út 1960, en birtist nú í smábókaflokki (Aschehougs Fontenebpker, 123 bls., heft. kr. 6,50). Fátt eitt er sagt frá sjálfri innrás Þjóðverja og vörn Norðmanna, — t. d. ekki nefndur svo mikill atburður sem sá var, þegar norskar fallbyssuskyttur í Ósk- arsborgarvirki við Óslóarfjörð sökktu „Iiliicher", nýjasta og mesta herskipi Þjóð- verja á siglingu inn fjörðinn í lýsingu 9. apríl. A skipinu varð engum vörnum við komið, og liggur það á fjarðarbotni og í því lík meira en 2000 manna (að því er sagt er), og voru þeirra á meðal mörg hundruð lögreglumanna (Gestapo o. fl.) og átti þeirra hlutverk að hafa verið að taka liöndum ríkisstjórn, konung og þingmenn. En klukkan hálf-átta þennan morgun hclt konungur með fjölskyldu sína, ríkisstjórn- in og flestir þingmenn ásamt embættis- mönnum og starfsliði þingsins með járn- brautarlest til Hamars og síðar um daginn til Elverum. Hambro stórþingsforseti hafði með snarræði og öruggri stjómsemi komið því til leiðar um nóttina að þessar ráð- stafanir yrðu gjörðar. I bókinni eru at- burðirnir raktir næstum hverja klukku- stund 8.—9. apríl að því er varðar við- brögð ríkisstjórnar og þings. Það er furðu- leg og ótrúleg saga, og fær Koht, sem þá var utanríkisráðherra, heldur harða útreið sökum andvaraleysis síns og síðan ráðleys- is, þegar árásin dundi yfir. Höfundur er heimildavandur og hlutlægur, skýr og út- úrdúralaus, og lætur helzt verk og orð höfuðpersónanna tala. Höfuðpersóna næstu bókar er nátengd þeirri síðastnefndu og er getið ]>ar nokkur- um sinnum. Þessi maður var Vidkun Quis- ling, sem kvöldið 9. apríl hafði látið norska ríkisútvarpið tilkynna að hann hefði sett á stofn nýja ríkisstjórn og fyrirskipað stöðvun boðaðrar hervæðingar í Noregi. Höfundur bókarinnar er Benjamin Vogt, og liefur hann sjálfur þekkt Quisling á yngri árum. Hann gerir rækilega grein fyrir uppruna Quislings og ferli. Mannlýs- ingin er mjög athyglisverð og sannfærandi. Ekki leggur Vogt jafnmikið upp úr þætti Quislings í aðdraganda innrásarinnar sem Midgaard. (Aschehoug, 182 bls., lnindin kr. 34,50, heft kr. 26,50). Næstu tvær bækur segja frá ógnarlegum og átakanlegum atburðum f sögu hernáms- áranna, og eru þó mjög ólíkar. Allmargar slíkar bækur hafa komið út eftir stríð, sennilega nokkurar á hverju ári, enda er efnið ótæmandi. Önnur lieitir Operasjon miiskedunder og er eftir Kanadamanninn Stephen Schofield, en þýðandinn er Svein Blindheim, herforingi í norska hernum. (Gyldendal N. F., 170 bls., lieft 21 kr.). Atburðurinn var sá að í september 1942 var tólf hermönnum úr brezka hernum (9 Bretar, einn Kanadamaður og tveir Norð- menn) komið í land í firði í Norður-Nor- egi. Muskedunder var dulnefni þessarar hernaðaraðgerðar, og var tilgangurinn að eyðileggja raforkustöð, sem framleiddi raf- orku handa ál- eða alúmínverksmiðju. Að loknu því verki flýðu árásarmennirnir í áttina til landamæranna. Fjórir sluppu, einn dó af sárum, og sjö voru seinna myrtir í þýzku fangelsi eftir skipun frá Hitler. Hin bókin heitir Det st0rste spillet, og er höfundiirinn Per Ifansson, sem áður er kunnur fyrir liók sína um þá Morset-feðga 216
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.