Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 58
Tímarit Máls og menningar
sjávarins á nærliggjandi svæð'i í heilt ár eftir að gosið hófst og er nú í prent-
un ritgerð sem ég tók saman um niðurstöðurnar.
Mér skilst að þú sért meS annan fótinn erlenclis. Hver er ástœðan til þess?
Unr eins árs skeið, j). e. júlí 1962 til júlí 1963, fékk ég leyfi frá störfum
hér og dvaldist J)á við haffræðideild ríkisháskólans í Washingtonfylki á vest-
urströnd Bandaríkjanna. Aðalverkefni mín J)ar voru rannsóknir á áhrifum
Columhiafljótsins á hafið úti fyrir og í öðru lagi athuganir á dreifingu súr-
efnis í norðaustanverðu Kyrrahafi. Áður en ég fór að vestan lauk ég við
handrit að tveim ritgerðum um niðurstöður þessara rannsókna. Enda þótt
hringrás sjávar í Kyrrahafi sé að ýmsu leyti gerólík því sem hún er í Atlants-
hafi, tel ég að þessar rannsóknir hafi verið mér mjög gagnlegar í sambandi
við hliðstæð viðfangsefni hér heima. Auk rannsóknastarfa notaði ég tímann
veslra til að kynna mér nýjungar í tækni og vinnubrögðum í minni grein
og kennslufyrirkomulag í haffræði við háskóla.
Árið 1964 var mér boðin prófessorsstaða við Dukeháskólann í North
Carolina. Ég vildi ekki setjast að þar vestra, en það varð að samkomulagi að
ég réð mig þangað um óákveðinn tíma til þriggja mánaða dvalar á ári við
kennslu og rannsóknastörf. I fyrrasumar flutti ég J)ar fyrirlestra í haffræði
og hafði æfingar fyrir stúdenta, auk þess sem ég lagði drög að áætlun um
rannsóknir á svæðinu sunnan Hatterashöfða á austurströnd Bandaríkjanna.
Við Hatterashöfðann sveigir Golfstraumurinn til hafs, en sunnan höfðans
])ar sem hinn hlýi Golfstraumssjór mætir köldum sjó úr norðri eru breytingar
á ástandi sjávar geysimiklar á litlu svæði, og skilin milli liinna ólíku sjógerða
virðast færast til eftir árstíðum og vindátt. Þótt undarlegt kunni að virðast
hafa litlar rannsóknir á eðlisástandi sjávarins verið gerðar á ])essu svæði,
og því finnst mér þetta spennandi viðfangsefni. Annars býst ég ekki við að
halda áfram störfum við Dukeháskóla lengur en eitt til tvö ár í viðbót.
Oft he-yrist að liafið gefi allan auðinn. Er þá ekki ykkur vísindamönnnm
sem jáizt við fiskifrœði og hafrannsóknir lagt allt upp í hendur?
Það held ég sé of mikið sagt. Fiskideildin fluttist um áramótin 1960—61
að Skúlagötu 4, og erum við nú ágætlega settir varðandi húsnæði, sennilega
hetur en flestar aðrar rannsóknastofnanir á Islandi. En það hefur háð starf-
seminni mjög mikið, að við höfum ekki haft til umráða eigið rannsóknaskip,
heldur orðið að notast við leiguskip, þar sem aðstaða til rannsókna hefur
verið ófullnægjandi. Nú horfir vænlegar í því efni, þar sem heimild hefur
152