Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 28
Timarit Máls og menningar ust. Stjórnleysi athafnanna birtist í íkveikju- og morðæði sem eirir engu, og bitnar á heilum þorpum og fanga- hópum; allt sem hrærist verður fyrir lilindri vélbyssuskothríð, jafnt buffl- ar, bændur og hænsni. Þessi æðis- gengna framkoma gerist æ tíðari meðal bandarísku hermannanna; af mörgum dæmum má taka sjóliðana tvo sem höfðu ákveðið með sjálfum sér einn góðan veðurdag að varpa sprengjum á Hanoi og voru reknir út úr sprengjuflugvélum sínum aðeins nokkrum augnablikum áður en þær hæfust til flugs. HvaS mundi gerast ef vitfirringin gripi þá sem halda um stjórnveli hins risavaxna eyðilegging- arúthúnaðar? VITIÐ í VITFIRRINGUNNI 1. fíráðabirgðauppgjör Hverra hagsmuna eiga Banda- ríkjamenn raunverulega eða í orði kveðnu að gæta í Víetnam? Enginn gengur þess dulinn hvað er í húfi, ef stefna þeirra fer út um þúfur. Utan- rikisráðuneytið bandaríska hefur lýst ]iví yfir oftar en einu sinni: sigur ,Vikkanna‘ eða jafnvel hver sá ávinn- ingur sem þeir fengju bundinn með samningi, yrði kommúnistum hvatn- ing til þess að hefja ,þjóðfrelsisstríS‘ um heim allan. í þessu felst megin- hættan fyrir heimspólitík Bandaríkja- manna. Þegar þeir staðhæfa að ósig- ur þeirra í Víetnam mundi leiða til hruns allra annarra ríkja í SA-Asíu, eru þeir aðeins að dulbúa þessa hættu með fölskum skýringum. Þeir halda fram þessari frægu ,dómínókenningu‘ sem Foster Dulles er höfundur að, til þess eins að blekkja og þóknast öll- um þeim fréttaneytendum sem hafa yfirborðskennda þekkingu á vanda- málum SA-Asíu. Hinn pólitíski kvíði Bandaríkja- manna hefur jafnframt efnahagsleg- an bakgrunn. Þegar haft er í huga að hálfur annar miljarður dollara renn- ur árlega út úr Víetnam má fara nærri um hve þessi krossferð — sem og aðrar sem farnar eru gegn hinum vanþróaða hluta heimsins — muni vera arðbær fyrir einkahagsmunina í Bandaríkjunum. Við þetta bætist að lönd þessi eru markaður fyrir út- flutningsvörur þeirra, hversu rýr sem kaupgeta þeirra kann að vera. Loks er ekkert vænlegra til að skilja stríðs- móð Bandarikjamanna en að líta fram í tímann: eða hvernig litist stórveldum hins ,frjálsa heims‘ á blik- una ef 30—40 iSnaðarþjóðir í Asíu, Afríku og S-Ameriku færu einn góð- an veðurdag að keppa við þau um markaðina með tiltölulega ódýrum varningi, eins og Japan og Hong- Kong gera nú þegar? ÞaS eru því ærin rök sem skýra nauðsyn þeirra á að verja hinn ,frjálsa heim' í Víet- nam. Það sem er í húfi er hvorki meira né minna en allt arðránskerfi 122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.