Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Síða 83
Dagbálc Ujarna Thorslcinssonur umtmanns
afstýrt, að lausakaupmenn kæuiu hér, og líka að norskir mætlu flytja hingað' timbur toll-
laust.“* „Töldu þeir norska timbrið verra en það danska og engu ódýrara, enda enga
eklu á timbri í landinu, sem þó voru bein ósannindi."3 Var grosseri Knudtzon oddviti
þeirra. Hcimtuðu þeir að nefnd væri skipuð til að yfirvega málið. Þar eð til mála kom
að Þórður yrði setlur í þessa nefnd lagði liann til að Bjarni Thorsteinsson og einhver
annar „af amtmannastjórninni" yrðu kvaddir til að yfirvega málið. Fallizt var á þetta.
Með konunglegu erindisbréfi frá rentukammerinu 3. maí 1834 var Bjarna amtmanni
boðið að fara til Kaupmannahafnar og taka sæti í nefnd sem þá var búið að skipa. í
henni voru: kammerherra og amtmaður Knuth4 greifi, stiptamtmaðurinn á íslandi Krieger
sem liafði fengið sérstakt fararleyfi til Kaupmannahafnar og var því sjálfsagður, Örsted
konferenzráð, Hansen etatsráð og kommilteraður í rentukammeri fyrir íslenzku málin,
Hvidt etatsráð og stórkaupmaður, Bjarni amtm. og Hoppe kammerjunker, sem átli að
verða skrifari nefndarinnar.
„Nefndin átti að taka til íhugunar eigi aðeins f jöldamörg atriði, er snertu liina íslenzku
verzlun, þar á meðal um hlulfall milli kaupstaða og útkaupstaða (Udliggersteder), milli
fastakaupmanna og lausakaupmanna, hvort eigi mætti leggja toll á verzlunina og annað
þess konar, einnig um það, hvort ekki mætti draga inu fiskiveiða verðlaun og önnur, þau
er til Islands vóru heitin, og létta þar með á ríkissjóði, og svo að endingu öll önnur
verzlunarleg eða búnaðarleg málefni landsins, sein rentukammerið vildi leggja fyrir nefnd-
ina. Að auka verzlunarfrelsið var alls ekki nefnt á nafn í erindisbréfinu, sem samið hafði
verið í rentukainmerinu“.5
Aður en lengra er haldið mætti rifja upp að Bjarni amtmaður var i slíkri nefnd árið
1816 og segir hann um þá nefndarskipun, að hún hafi aðeins verið málamyndarverk og
í blekkingarskyni.0
Verzlunin íslenzka undir yfirstjórn Dana var vafalaust sá þáttur erlendrar yfirstjórnar
sem verst lék landsmenn eftir 1600, áhrif hennar höfðu svo almennar verkanir. Lands-
menn keyptu af dönskum kaupmönnum vonda og dýra vöru og urðu að selja framleiðslu
sína á því verði sem dönsk yfirvöld og kaupmenn ákváðu; landsntenn fengu oflítið og oft
ekkert af þeirri vöru sem þeir þurftu til atvinnuvega sinna hvort heldur var til nýbygg-
inga eða endurbóta og altítt var að menn kæmu ekki fleytum sínum á flot af þessum
ástæðum. Mannfellir varð æ ofan í æ, beinlínis af völdum kaupþrælktinarinnar. Ein-
- Æfisaga Þórðar Sveinbjörnssonar 69—70.
3 Saga íslendinga VII, 397.
4 Tveir nefndarmannanna, Knuth greifi og Iloppe kamnterjunker höfðu farið til Is-
lands til að kynna sér landshagi, hinn fyrri 1816—17, hinn síðari 1832—33, þar eð þeir
höfðu á hendi íslenzk mál í stjórnardeildunum. Bjarni amtmaður segir frá því að ferð
Knuths hafi kostað ríkissjóðinn 10,000 rd. í seðlum en ferð Iloppes 4000 rd. silfttrs, „en
silfurverðið var um þær mundir lágt“.
„Hvort fé þessu ltafi verið varið vel eða illa skal ég láta ósagt, en það held ég samt
sé enginn efi á, að Island hefir ekki haft neitt sjáanlegt gagn af því“. (Æfisaga 172).
3 Æfisaga Bjarna amtmanns 173, héreftir nefnd Æfisaga.
°Æfisaga 138.
12 TMM
177