Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Qupperneq 48

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Qupperneq 48
Tímarit Máls og menningar Hversvegna trúa meiin ekki eins og á Þingvöllum 1944? Vegna þess að það fólk sem eitt sinn skóp sér riki hefur allt í einu vaknað upp við vondan draum: það er orðið þurfamenn. Æskan sem sjálfstæðið var lagt í lófann á og sagt: Þetta skal vera þitt brauð, hef- ur opnað augun, horft í lófa sér og sjá! Það var steinn. Þetta er sannleikurinn sem við er- um að berjast við að sjá ekki. Hann er of beittur og of erfiður fram úr að ráða. Við skjótum okkur undan erfiðinu. Við viljum lieldur „hafa það gott“. Maður nokkur hefur hreyft þeirri kenningu að Islandi beri að kveðja meydómskomplexa sína, viðurkenna legorðssök með Ameríku og gefa sig elskhuganum á vald eins og skynsöm kona. „Við erum smáþjóð á áhrifa- svæði vesturblakkarinnar og ber að hegða okkur samkvæmt því“. Það hefur þótt hlýða að atyrða þessa kenningu og þeir jafnvel haft hana að háði sem fyrir löngu eru farnir að „hegða sér samkvæmt því“. Þetta eru nefnilega ekki, þegar öll kurl koma til grafar, dónalegar dylgjur um fjallkonuna, heldur dónaleg stað- reynd um okkur sjálf. En meinið liggur ekki í landfræðilegri legu Is- lands, heldur í veikleika kviðar vors gagnvart sætindum, óttanum við að styggja vertinn og að veizlan muni taka enda. Þetta telur margur eðlilegt eftir svo margra aida langan sult. Svangur maður sem kemst í kláravín og feiti á auðvelt með að gleyma öðru og trúa því að einmitt í þessu felist tilgangur lífsins. Þægindi eru orðin algildur mælikvarði á alla hluti og það sem meira er: þægindi líð- andi stundar eru tilbeðin í blindni og enginn spyr hvað verða muni á morgun. „Et þú og drekk sála mín og ver glöð“, virðast einu orð bibli- unnar sem menn muna ennþá (fyrir utan Esekíel 16. kap.). An efa kemur að því að okkur tekur að leiðast ofát þetta eða húsbændum veizlan og snú- ið verður heim til starfa á ný. Þá ótt- ast ég það eitt að menn kunni að finna bú sín í vanhirðu og jafnvel gæðinginn klumsa sem riðið var á til veizlu, með söðulinn undir kvið. Það má líka segja að allar umræð- ur og listatilburðir minni á sam- kvæmisleiki og kokkteilsnakk, og sé vísvitandi stefnt framhjá öllum vanda, eins og gert er í samkvæmum til að spilla ekki gleði fyrir neinum. Efnisval og meðferð leggst á eitt í þessu efni. Sviðsett eru leikrit um „vandamál áfengisbölsins“, „vanda- mál kynferðismála“, „vandamál æsk- unnar“, „vandamál eiturlyfjanautn- ar“ og öll þau gervivandamál sem finnast á háaloftum smáborgarans sem ekki á við nein vandamál að etja. I sviðsetningum og leikdómum 142
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.