Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Síða 55
SkilyrSi til jjölbreytilegra hajrannsókna
Hvað var það sem upphaflega fékk þig til að leggja stund á haffrœði?
Þegar ég kom heim frá námi í Bandaríkjunum vann ég í tvö ár á Rann-
sóknarstofu Fiskifélags Islands, en hugðist þá halda aftur vestur til fram-
haldsnáms. Af því varð þó ekki, því að um þetta leyti bauðst mér staða hjá
Fiskideild við sjórannsóknir. Mun einkum hafa verið gert ráð fyrir, að ég
tæki að mér efnagreiningar á sjávarsýnishornum. Þetta tilboð freistaði mín,
einkum þar sem mér gafst kostur á að sérhæfa mig í þessu starfi með því
að dveljast nokkra mánuði við dönsku hafrannsóknastofnunina í Kaupmanna-
höfn og taka þátt í leiðangri á hafrannsóknaskipinu Dana. Síðar fékk ég
tækifæri til að heimsækja fleiri hafrannsóknastofnanir bæði í Evrópu og
Norðurameríku, t. d. vann ég þrjá mánuði við hina þekktu stofnun Woods
Hole Oceanographic Institution á austurströnd Bandaríkjanna. Um reglulegt
skólanám í haffræði hefur þó ekki verið að ræða hjá mér, heldur sjálfsnám
og þjálfun í starfi. Reyndar er það svo, að niikill fjöldi þeirra manna sem
fást við rannsóknir á eðli og efnum sjávar, hafa hlotið undirstöðumenntun
sína í skyldum greinum, t. d. eðlisfræði, efnafræði eða jafnvel stærðfræði,
og getur sú leið haft marga kosti, enda þótt hinar ýmsu greinar haffræði séu
nú kenndar sérstaklega við fjölmarga háskóla.
Hvenœr fórslu að hugsa um doktorsritgerðina og hvenœr og hvar varðir
þú hana?
Eftir að ég tók að starfa á Fiskideild komst ég fljótlega að raun um, hve
tiltölulega lítið var vitað um ástand sjávar og strauma á íslenzkum hafsvæð-
um, ekki sízt norðan íslands þar sem mætast hlýjar og kaldar sjógerðir. Á
næstu árum tók ég að safna gögnum frá þessu hafsvæði, ekki aðeins land-
grunnsmiðunum heldur einnig úthafssvæðunum milli Islands, Grænlands og
Jan Mayen. Ég fékk smám saman meiri og meiri áhuga á þessu viðfangsefni
og ákvað loks að taka saman stórt yfirlitsverk um haffræði íslandshafsins,
en svo kalla ég áðurnefnt hafsvæði. Dr. Hermann Einarsson, sem ég get að
miklu leyti þakkað eða kennt um að ég réðst að Fiskideild, hvatti mig óspart
til að vinna að þessu verki. Snemma árs 1958 dvaldist ég nokkra mánuði í
Kaupmannahöfn, kannaði heimildir á háskólabókasafninu og naut aðstoðar
dansks kunningja míns, sem er stærðfræðingur, við tölfræðilega útreikninga.
Frumdrög að doktorsritgerð minni urðu þá til. En ritgerðinni lauk ég seint
um haustið 1961 og varði hana við Hafnarháskóla snemma sumars 1962.
149