Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Síða 55
SkilyrSi til jjölbreytilegra hajrannsókna Hvað var það sem upphaflega fékk þig til að leggja stund á haffrœði? Þegar ég kom heim frá námi í Bandaríkjunum vann ég í tvö ár á Rann- sóknarstofu Fiskifélags Islands, en hugðist þá halda aftur vestur til fram- haldsnáms. Af því varð þó ekki, því að um þetta leyti bauðst mér staða hjá Fiskideild við sjórannsóknir. Mun einkum hafa verið gert ráð fyrir, að ég tæki að mér efnagreiningar á sjávarsýnishornum. Þetta tilboð freistaði mín, einkum þar sem mér gafst kostur á að sérhæfa mig í þessu starfi með því að dveljast nokkra mánuði við dönsku hafrannsóknastofnunina í Kaupmanna- höfn og taka þátt í leiðangri á hafrannsóknaskipinu Dana. Síðar fékk ég tækifæri til að heimsækja fleiri hafrannsóknastofnanir bæði í Evrópu og Norðurameríku, t. d. vann ég þrjá mánuði við hina þekktu stofnun Woods Hole Oceanographic Institution á austurströnd Bandaríkjanna. Um reglulegt skólanám í haffræði hefur þó ekki verið að ræða hjá mér, heldur sjálfsnám og þjálfun í starfi. Reyndar er það svo, að niikill fjöldi þeirra manna sem fást við rannsóknir á eðli og efnum sjávar, hafa hlotið undirstöðumenntun sína í skyldum greinum, t. d. eðlisfræði, efnafræði eða jafnvel stærðfræði, og getur sú leið haft marga kosti, enda þótt hinar ýmsu greinar haffræði séu nú kenndar sérstaklega við fjölmarga háskóla. Hvenœr fórslu að hugsa um doktorsritgerðina og hvenœr og hvar varðir þú hana? Eftir að ég tók að starfa á Fiskideild komst ég fljótlega að raun um, hve tiltölulega lítið var vitað um ástand sjávar og strauma á íslenzkum hafsvæð- um, ekki sízt norðan íslands þar sem mætast hlýjar og kaldar sjógerðir. Á næstu árum tók ég að safna gögnum frá þessu hafsvæði, ekki aðeins land- grunnsmiðunum heldur einnig úthafssvæðunum milli Islands, Grænlands og Jan Mayen. Ég fékk smám saman meiri og meiri áhuga á þessu viðfangsefni og ákvað loks að taka saman stórt yfirlitsverk um haffræði íslandshafsins, en svo kalla ég áðurnefnt hafsvæði. Dr. Hermann Einarsson, sem ég get að miklu leyti þakkað eða kennt um að ég réðst að Fiskideild, hvatti mig óspart til að vinna að þessu verki. Snemma árs 1958 dvaldist ég nokkra mánuði í Kaupmannahöfn, kannaði heimildir á háskólabókasafninu og naut aðstoðar dansks kunningja míns, sem er stærðfræðingur, við tölfræðilega útreikninga. Frumdrög að doktorsritgerð minni urðu þá til. En ritgerðinni lauk ég seint um haustið 1961 og varði hana við Hafnarháskóla snemma sumars 1962. 149
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.