Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Side 7
22. apríl 1966 varð Snorri Hjartarson, skáld, sextugur i Komin af Kili, og eftir að hafa átt næturhvíld í tjaldi örskammt frá Eyvindarholu á HveravöIIum, sátum við í kyrrð og sólarhita við Friðmundarvötn. Grasbrekkan, kögruð lyngi og gul af dýjamosa niður við vatnið, sagði við okkur: Njótið nú hvíldarinnar sem bezt, börnin mín, sumarið er stutt og sennilega komið þið hingað aldrei aftur. En á þýfðu nesi, sem gekk út í vatnið skammt frá, mátti greina dimmgrænan lit í ljós- grænum, svo sem oft verður þegar farg aldanna hefur þrýst lágum veggjum grjóts og moldar til upphafs síns og grasið, blessað veri grasið, er eitt orðið til frásagnar um það sem einu sinni var. Og í kyrrðinni kom til mín kvæði, sem ég hafði lengi kunnað og unnað, ekki einasta orðin sjálf: Mig dreymir við hrunið heiðarsel: heldur sjálfur andi þessa ljóðs, rósemd þess gagnvart tíma og rúmi: -----Fuglinn sem flaug framhjá er enn á sama stað. II Ilinar tvær bækur bundins máls eftir Snorra Hjartarson, — og í hvert sinn sem ég leita til þeirra, eða mæti þeim af hendingu, þá fer mér sem jafnan áður: ég les það kvæði er fyrir mér verður og snerting þess er svo hrein að ég veit ekki hvort ég geri rétt með því að lesa þegar næsta kvæði og deyfa þannig áhrif hins lesna með nýjum, — nei, ekki strax, ekki alveg strax. Auðvitað er það jafnan fjarri öllu réttlæti að lesa lyrisk ljóð eins og verið sé að ná sem bestum árangri í akkorðsvinnu, en varia veit ég nokkurt skáld, sem væri harðar og ómaklegar leikið með slíkri meðferð af hálfu lesanda síns en Snorra Hjartarson. Það varð Ijóst, þegar er Kvæði komu fyrir sjónir almennings, að þar fór sá höfundur er aldrei og hvergi mundi bregðast lögmáli þeirrar listar, sem var hans og engan nndan- slátt leyfa sér frá þeim kröfum sem hann gerði til sjálfs sín gagnvart þeirri list. Hver sá er eitthvað veit um íslenzkar bókmenntir á síðari áratugum, veit svo ljóst þennan hlut að ekki þarf um að ræða. Hitt er svo annað mál, að það að gera grein fyrir því hvernig list eins manns, meðfædd og áunnin, nær háu marki, og hvernig rekja má áhrif hennar útífrá á alla vegu, kemur í hlnt meiri skírleiksmanna en þess er hér heldur á penna. 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.