Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 21
Bandarikjamenn í Víetnam íórna ,saklausum óbreyttum borgur- um‘. Það liggur í eðli nútímahern- aðar að menn réttlæti slíkar fómir með ,æðri nauðsyn1. Skæruliðar þjóð- frelsishersins beina ekki aðeins byss- um sínum að embættismönnum stjórnarinnar eða spilltum lögreglu- mönnum. Fyrir kemur að þeir leiki liart gamlar konur sem reka áróður gegn félagslegum umbótum vegna gamalla hleypidóma eða hagsmuna ættar sinnar. Þeir hafa einnig myrt grimmilega stj órnmálaandstæðinga er spáðu þeim skjótum ósigri eða Bandaríkjamönnum sigri. Arásir þeirra gegn bandarískum hervirkjum hafa orðið víetnömskum vegfarend- um að bana. Stundum hika þeir held- ur ekki við að lífláta bandaríska fanga í hefndarskyni fyrir aftökur vopnabræðra sinna. Loks hvetja þeir gjarnan íbúa þorpa sem orðið hafa fyrir sprengj uárásum Bandaríkja- manna, ættingjamissi og eignatjóni til að fara í mótmælagöngu til höfuð- staðar héraðsins þótt vitað sé að slíkar mótmælagöngur leiði til nýrra blóðsúthellinga: lögreglan grípur venjulega til vopna sinna til þess að dreifa ,kommúnistaskrílnum‘. En við nánari aðgæzlu getur eng- inn óvilhallur maður álitið þessar at- hafnir siðlausari en þær skipanir sem suðurvíetnamskir hershöfðingjar gefa undirmönnum sínum um að taka enga til fanga (,af því að kommún- istum verður ekki við bjargað4) eða pyntingarnar sem framdar eru í við- urvist bandarískra ráðgjafa á konum og gamalmennum er kynnu að vita hvar Vikkarnir leynast; varla eru þessar athafnir siðlausari en sprengj u- árásir flugvéla og stórskotaliðs sem gerðar eru áður en landgöngusveitir komast í návígi við uppreisnarmenn. Það stríðir gegn allri skynsemi, sem Bandaríkjamenn halda fram, að hin- ar blindu og stórfelldu útrýmingar- aðgerðir þeirra sem framdar eru í hreinlætisskyni með því einfaldlega að þrýsta fingri á hnapp í 12 þúsund metra hæð, eða að ódæðisverk hinna einkennisbúnu drápsmanna þeirra og sérhæfðu böðla, séu síður vítaverð en glæpaverk þau er ,þorparar‘ og ,byltingarseggir‘ vinna sem einstak- lingar með rýting eða skammbyssu í hendi, augliti til auglitis við fórnar- dýr sín. Það sem Bandaríkjamenn fordæma og áfellast af flekklausri hneykslun er ekki manndrápið í sjálfu sér, held- ur hin frumstæða aðferð sem notuð er við það: ,Það sjást blóðblettir', það er hvorki farið ,réttilega‘ né ,hreinlega‘ að því. Hræsni þeirra er slík að þeir stilla upp sem andstæð- um handverksglæpnum sem einstakl- ingurinn fremur ,flekkuðum höndum' og af augljósri grimmd og hins vegar fjöldamorðum sem undirbúin eru ,á viðeigandi hátt‘ og framin ,hreinlega‘ af flokki manna sem vinnur eftir mælikvarða iðnaðarins með þeim 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.