Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 15
Banduríkjamenn i Víctnain
lits en ,hvíta‘ viðskiptavini seni geía
heiðarlegt þjóríé og borga — oít í
dollurum — tífalda þá upphæð sem
mælirinn sýnir. Verðlagið stígur.
Hverjir hagnast á þessu ástandi?
I fyrsta lagi allir þeir sem ieggjast á
eitt um að draga fé úr vasa Banda-
ríkjamanna, þótt í litlu sé: skóburst-
arar, betlarar, leigubílstjórar, bar-
þjónar og þernur, handiðnaðarmenn
og smákaupmenn. Langtum bærri
fjárhæðir renna til eigenda húsa,
lóða og bara, verktaka á sviði flutn-
inga og bygginga. Loks græða svarla-
markaðs- og gjaldeyrisbraskararnir
miljónir. Lannig blómgast í myrkviði
styr j aldarinnar fjölmennur hópur
gróðamanna sem hafa hag af áfram-
lialdandi setu Bandaríkjamanna og
framlengingu stríðsins.
Fróðlegt er að kynnast þeim leyni-
þráðum sem tengja ,aðal‘ þessarar
gróðamannastéttar við stjórnar- og
hernaðaryfirvöld landsins. Sægur af
eiginkonum, mæðrum og frænkum
háttsettra embættismanna, hershöfð-
ingja og offursta stjórna innflutn-
ings-, flutninga- og byggingafyrir-
tækjum og slá ekki hendi við pönt-
unum frá ríkinu. Sumir ráðherrar
sem eru að sumu leyti vammlausir
og ómútuþægir, eiga skyldmenni er
reka stærstu vínbarina og danshús
borgarinnar. Smánarleg þögn umlyk-
ur þau og jafnvel fyrirlitning hinna
voldugu verndarmanna þeirra, en
eigi að síður eiga þau vísa vernd ef
skaltheimtan og lögreglan fara að
þrengja of fast að þeim. Þvi má bú-
ast við að gróðabrallið upplýsist
ekki fyllilega fyrr en núverandi
stjórnkerfi er að velli lagt. Stórbokk-
arnir í hópi þessara gróðamanna
njóta jafnan pólitískrar verndar. Auk
þess færa hin góðu sambönd þeirra
við stjórnarvöldin einatt arðvænleg-
ar pantanir. Hið blómlega efnahags-
líf horganna gæti eflaust orðið öllu
landinu lyftistöng, þrátt fyrir óheyri-
lega spillingu, ef arðurinn væri fjár-
festur í Víetnam og kæmi fótum und-
ir ný iðnfyrirtæki og aukna atvinnu,
en um slíkt er ekki að tala. Efnahags-
lífið er hlekkjað þeim böndum sem
þarfirBandaríkjamanna leggja á það.
Þetta kemur í veg fyrir alla efnahags-
þróun. Því meginhluti arðsins hverf-
ur eftir tveimur alkunnum leiðum:
útflutningi auðmagns og söfnun gulls
í einkasjóði.
Það er allt annað en auðvelt að
gera sér grein fyrir hversu mikið
fjármagn er þannig flutt út eða sam-
an safnað. En hinir hundrað þúsund
bandarísku liermenn sem voru í land-
inu í júní 1965 eyddu hver um sig á
hverjum mánuði 200 grænum doll-
araseðlum, þ. e. í heild 20 miljónum
dollara mánaðarlega, sem hurfu al-
gjörlega á svartamarkaðnum, því að
þjóðbankinn innheimti ekki nema
nokkur þúsund dollara á sama tíma.
Meginhluti þessa fjár var ,festur‘ í
drykkjum og gleðikonum, afgangin-
109