Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 125
Norskar bœkur snemma ekkja og flæktist víða með börnin, og litla athugula stúlkan varð margs vís og snemma lífsreynd. Og hún kann að segja frá. Þó að þetta sé þegar orðið of langt mál, verður eigi hjá því komizt að minnast á verk sagnaskálda, og er þar um að ræða hæði ný verk og nýjar útgáfur merkisbóka. Fyrst skal telja Nye noveller eftir Johan Borgen (Gyldendal N. F., 334 hls., heft 32 kr.). Sögunum skiptir hann í flokka sem nefnast I Kjærlighet, II Ilat, III Barn, IV I menneskeham, V Nerver. Hér sýnir meistarinn enn einu sinni list sína, rit- snilld og leiftrandi gáfur. Formið er smá- saga, — en atburðirnir skipta minna máli en manneskjan sjálf í innsta eðli. Hann hefnr lesið sinn Freud og meira til, um- fram allt er hann sjálfur djúpskyggn sálar- skoðari. Annað smásagnasafn er mjög ólíkt því, sem nú var getið, enda allt annars eðlis. Það heitir Nynorsk novellekunst (Det norske samlaget, 244 bls., bundin 36 kr., óh. 30 kr.). Þetta er úrval smásagna á ný- norsku frá upphafi þess ritmáls fyrir einni öld og fram á þennan dag. Halldis Moren Vesaas hefur annazt ritstjóm. Vel fer á að hyrja á sögu eftir sjálfan upphafsmann- inn, höfund nýnorsks ritmáls, Ivar Aasen. Næstur er garpurinn Vinje, sem kalla má fyrsta atkvæðamikla rithöfundinn á þessa tungu. Síðan Garhorg, Sivle, Vetle Vislie, I.illand, Sven Moren, Kristofer Uppdal, Olav Duun (með þrjár sögur) og þá all- margir yngri rithöfundar og endar á höf- uðsnillingnum Tarjei Vesaas (þrjár sögur). Þó að smásögur skipi minna rúm í ný- norskum bókmenntum en skáldsögur og Ijóðmæli, er auðsætt að hér er völ margra góðra hluta. Torborg Nedreaas heitir merkur skáld- sagnahöfundur. Ilún hefur einnig fengizt við að skrifa smásögur og liefur öðlazt mikla íþrótt í þeirri grein. Á síðast liðnu hausti kom á prent smásagnasafn eftir liana, Den siste polka (Aschehoug, 140 bls., lieft 17 kr.). Raunsæi, djúphugull skilning- ur og samúð auðkenna sögur hennar, en ekki síður eðlileg frásagnargleði og gott skap. Káre Ilolt hlaut árið 1954 verðlaun norska gagnrýnendafélagsins fyrir skáld- söguna Mennesker ved en grense. ABar fyrri sögur hans höfðu gerzt á Vestfold, þar sem hann hefur ávallt átt heima. Þessi var sú fyrsta utan átthaganna, en er einnig nútímasaga. En með þeirri bók sem hér skal getið, Kongen, Mannen fra ntskjæret, víkur hann sér átta aldir aftur í tímann. Kóngurinn er Sverrir, sem á sínum tíma kom ungur prestlingur úr Færeyjum til Noregs og gerðist þar brátt leiðtogi og konungsefni fátækra og hrjáðra og hrak- inna útilegumanna, sem höfðu orðið fyrir því óhappi að missa sitt fyrra konungsefni. Um þessa atburði alla er reyndar til íslenzk fornsaga eftir Karl ábóta á Þingeyrum. Káre Holt lætur Auðunn förunaut Sverris úr Færeyjum segja þessa nýju Sverris sögu, og það er Kristín dóttir Sverris, sem kref- ur hann sagna af föður sínum. Auðunn er látinn segja í prolog: Enná má jeg minnes med en fplelse av sárhet og skam den dagen da jeg gikk inn til kongen og sa: — Jeg vil skrive din saga. Men han svarte nei. Det hle abbed Karl fra Island som kom til á skrive den ... Abbed Karls saga om kongen er ikke sannheten, men Ipgnen ... For meg var sannheten ukrenkelig, mens han, kongen, kunne gj0re en lpgn om til en ukrenkelig sannhet. — Þá veit maður það, sem maður hefur kannske lengi haft grun um. I skáletruðum innskotsköflum taka ýms- ar sögupersónur til máls í löngum einræð- um, Sverrir sjálfur, Erlingur jarl skakki o. fl. En öll er sagan í mærðarfiillum gerfi- 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.