Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 19
BanJarílcjamenn i Vietnum
seni þeir draga fram lífiÖ, vannærðir,
tötrum klæddir og atvinnulausir, af
ölmusum sem bölvaldar þeirra út-
hluta þessuin svokölluðu fórnardýr-
um .hinnar kommúnísku ógnarstjórn-
ar‘. Þessir menn sem lifðu áður af
eigin iðju hafa verið gerðir að at-
vinnubetlurum og -styrkþegum. Þessi
lífsskilyrði hafa í för með sér sið-
ferðilega niðurlægingu og limlest-
ingu sem hljóta að vera öllum ljósar.
3. Barátlan gegn sníkjudýrum
og hreinlœtið
„ ... og þrátt fyrir allt þetta liafið þið
stöðugt verið hreinlegir og heiðarlegir
menn ...“
Heinrich Himmler, 1943, við útrýming-
arherflokk eftir sérstaklega árangurs-
ríkan leiðangur.
Mitt í allri þessari eymd flíka
Bandaríkjamenn sinni góðu sam-
vizku. Trúboðsandi þeirra helzt ó-
skertur. Hvernig má það vera?
Það er alkunna að Bandarikja-
menn hafa viðbjóð á alls kyns óhrein-
indum eða öllu heldur ,hreinlætis-
skorti'. Þessi viðbjóður birtist með
margvíslegum hætti í hegðun þeirra
og hugsunarhætti, bæði starfrænum
og táknrænum: hreinlætisduld, sið-
fræði hinna þeflausu vatnssalerna,
tilhneiging þeirra til að hylma yfir
þefi líkamans, veikindi, ellina og
dauðann; heft og gerilsneytt kynlíf
sem einskorðast að mestu við regl-
una: not inside. Afleiðingar þessara
bannhelga eru heiftarleg bæling af-
brigðilegrar hegðunar á almanna-
færi, einkanlega á kynferðissviðinu,
og jafnvel meinlausra hegðunarfyrir-
bæra, eins og flakksins í stórborgum
(í sumum hverfum Los Angeles telst
það afbrot að fara fótgangandi); og
loks ber að nefna yndi Bandaríkja-
manna af öllu sem ekki er flókið, og
hægt er að átta sig á í skyndingu og
þeir kalla ,skýrar og augljósar* stað-
reyndir, ekki svo mjög vegna skyn-
semis- og raungildis þeirra sem hins
,beina‘ og ahnenna auðsæis þeirra.
í augum hins venjulega Banda-
ríkjamanns hefur ,hið illa‘ oft á sér
yfirbragð ógagnsæis frá hreinlætis-
sjónarmiði einu. Bak við þetta ó-
gagnsæi sér hann blómgast óhrein-
indin, ósæmileikann, eðlishvatirnar,
allt sem er óviðeigandi og ógnar lög-
um og siðferði og kann að breiðast
út eins og óværa ef það er ekki upp-
rætt í tæka tíð. Því er það að bar-
áttan fyrir hinu góða í heiminum
verður ekki háð með árangri að dómi
Bandaríkjamannsins nema til komi
,útrýming‘ bölsins — sams konar út-
rýming og hið púrítanska siðferði
hefur boðað öldum saman. Þess vegna
minnir íhlutun Bandaríkjamanna í
Víetnam að mörgu leyti á hreingern-
ingarherferð, útrýmingaraðgerð gegn
skorkvikindum og illgresi þar sem
eiturefnum er sáldrað yfir í því skyni
að hreinsa landið, útrýma þaðan sem
rækilegast .hinum kommúnísku
sníkjudýrum1 og skapa með því móti
8 TMM
113