Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 14
Tímnrit Máls og menningar
reji'i að bylta ríkjandi skipulagi,
hek'ur geti þau aðeins samið við full-
trúa fullvalda ríkis.
Að sjálfsögðu fá ekki rök skyn-
seminnar orkað á þessa ástríðufullu
,sannfæringu‘ þeirra. Vissulega hefði
rökrétt þróun viðburðanna og lær-
dómar nýlendusögunnar átt að kenna
Bandaríkjamönnum að þeir hafa síð-
ur en svo hag af því að stríðið drag-
ist á langinn, þótt ekki væri nema
vegna þess að með hverri líðandi
stund rís alda and-ameríkanismans
hærra í heiminum og Þjóðfrelsis-
hreyfingin og Ho Chi-minh verða sí-
fellt háðari Kínverjum; en hið ame-
ríska stolt neitar þvert á móti að
horfast í augu við hið óhjákvæmi-
lega, þ. e. að þjóðfélagshyltingin í
S-Víetnam muni sigra og um leið
rjúfa umsátur Bandaríkjamanna um
Kína — með sama hætti og það neit-
ar að sætta sig við að hvítir menn
lúti í lægra haldi fyrir þjóðum af
öðrum litarhætti. ,Heiður Bandaríkj-
anna er í veði‘, segir Johnson forseti.
Vér munum láta heimspólitíkina
liggja milli hluta (t. d. það að hve
miklu leyti sigur þjóðfrelsishreyf-
ingar yfir Bandaríkjunum, þótt ekki
væri nema hálfur, kynni að grafa
endanlega undan hálfnýlendukerfi
þeirra í S-Ameríku), en íhuga þess í
stað það sem er að gerast í Víetnam
sjálfu. Hver eru efnaleg og sálræn
áhrif stríðsins á íhúa sveitanna og
hina ,útvöldu‘ horgarhúa? Hvernig
hegða Bandaríkjamenn sér þar? Úr
hvaða þáttum er réttlætingakerfi
þeirra spunnið? Og hver getur haft
einhvern hag af því að hlóðbaðið
haldi áfram?
2. Efnahagsástand og cymd
Stríðið og návist Bandaríkjamanna
hafa skapað þess konar ástand í Sai-
gon, Danang og að nokkru leyti í
öðrum helztu horgum landsins sem
Víetnambúar hafa aldrei áður húið
við, — jafnvel ekki á velmektardög-
um franska hersins. Dollararnir flæða
yfir. Reisa þarf herskála fyrir 130.000
handaríska hermenn.1 Liðsforingjar,
tæknifræðingar og stjórnarsérfræð-
ingar sem koma í æ stærri hópum,
eru á hnotskóg eftir loftgóðum vill-
um og innlendu þjónustuliði. Keppzt
er við að opna hótel, vínbara og veit-
ingahús handa hermönnum sem eru
í dags- eða vikufríi og þurfa að létta
sér upp eftir þrautir skæruhernaðar-
ins á skemmtistöðum höfuðborgar-
innar. Gífurleg eftirspurn er eftir
Jijónum, þernum, kúlíum, sendlum,
einkariturum, burðarkörlum og
verkamönnum. Framleiðsla húsgagna
og viðgerð íbúða er í fullum gangi.
Múrarar, handverksmenn, verktakar
og arkitektar eru ofhlaðnir störfum.
Leigubílstjórar virða ekki aðra við-
1 Um það leyti sem verið er að prenta
þessa grein er sú tala komin npp í 250.000.
Ritstj.
108