Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Síða 23
ábyrgðar, siðferðileg hneykslun og
góðgerðastarfsemi eru þrjár megin-
stoðir sem fylgjendur allra púrí-
tanskra bælinga hafa frá upphafi
stuðzt við sér til réttlætingar. Gildir
þetta jafnt um tilraunir þeirra til að
betrumbæta glataðar stúlkur, galeiðu-
þræla, nýlendustefnuna (sbr. nýkól-
óníalismann) sem trúboð þeirra með-
al svertingja á 19. öld.
Þeir prédika alls staðar ,aðhæf-
ingu að heildinni4 eftir leiðum upp-
eldis, mannúðarstefnu og líknarstarf-
semi sem talin eru æðst allra verð-
mæta, og jafnframt heyja þeir misk-
unnarlausa baráttu gegn því sem þeir
álíta undirrót bölsins: siðspillingunni,
trúleysinu og mútuþægninni. Og alls
staðar liarma þeir ábyrgðarleysið og
kvarta undan ófélagslegum hneigð-
um sem raktar eru til vissra líkams-
byggingar- eða kynþáttaeinkenna. Að
því búnu telja þeir sig þess umkomna
að fyrirlíta hina ,óforbetranlegu‘
uppreisnarmenn eða hina virku verj-
endur ,glæpa‘-félagsins og jafnvel
ráða þá af dögum, ef kringumstæður
leyfa. Gildir einu hvort um er að
ræða gangstera, nazista, bítnikka eða
kommúnista. Allt þetta gefur þeim
tækifæri til þess að svala niðurbæld-
um morðhvötum með heimsins beztu
samvizku og með ,bina miskunnar-
lausu baráttu gegn öfgamönnunum'
að yfirskini. Það eitt að fasistar og
marxistar skuli vera lagðir að jöfnu,
sýnir vel hve iðnaðarþjóðfélag nú-
Bandaríkjamenn í Víelnam
tímans er komið út á hála braut. Það
er gegnsýrt púrítanisma, og kremst á
milli eigin ofbeldis sem birtist skyndi-
lega ódulið, og eyðileggingar sjálfs
sín eins og milli steins og sleggju.
Nærvera Bandaríkjamanna í Víet-
nam birtist í hinum margvíslegustu
myndum: loftárásum og efnahagsað-
stoð, hneykslun þeirra út af ,ábyrgð-
arleysi* innfæddra og þörfinni á að
ala þá upp, ,kill the Vici‘, tilfinninga-
semi gagnvart betlurum, börnum og
hundum o. s. frv. Allar þessar myndir
endurspegla höfuðþætti bælingarinn-
ar sem lýst hefur verið hér að fram-
an og birtast í hegðun hvers einstaks
bandarísks hermanns; en tilgangur
sjálfrar bælingarinnar er viðhald ný-
lendukerfisins.
4. Helgisögn og neyzla
Þegar athugað er hvernig banda-
rískir hermenn, ferðamenn eða emb-
ættismenn koma fram í hernumdum
eða ,vinveittum‘ löndum, er engu lík-
ara en þeir standi í stöðugri auglýs-
ingaherferð sem háð sé af vanefnum.
Varan sem þeir hampa, eru þeir sjálf-
ir: hið ,heilhrigða‘ og óbrotna eðlis-
far þeirra, meðfædd réttlætiskennd,
óþreytandi greiðvikni, hin óeigin-
gjarna umhyggja þeirra fyrir smæl-
ingjunum, vilji þeirra til að skapa
siðferðilega heilbrigð lífsskilyrði,
virðing þeirra fyrir lýðréttindum ein-
staklingsins, í stuttu máli sagt: tlie
american way oj life. Það mætti
117