Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 81
Nanna Olajsdótlir
Dagbók Bjarna Thorstemssonar
amtmanns
Ilamlrilið Lbs. 3591 í áttablaðabroti í Landsbókasaíni hefiir að geynia dagbækur Bjarna
amtmanns Tborsteinssonar í Vesturamti frá tveimur utanlandsferðum hans. Hið íyrra
sinni, 1834—1835, í embættiserindum, hið seinna sinni, 1847—1848, í einkaerindum. Dag-
bókin frá fyrri ferðinni verður birt hér á eftir í heilu líki, hún greinir frá mönnum og mál-
efnum í sögu landsins. Hin síðari ferðin var farin til þess að leita lækninga við sjóndepru
og var amtmaður svo langt leiddur að liann var nærri blindur og alveg blindur er heim
kom um vorið. llann hefur reynt að skrifa sjálfur framan af, það sést á rithendinni sem
er illlæsileg, en orðið að gefast upp og eftir það les hann skrifara fyrir. Hann sá nú fram
á að hann yrði að segja embætti sínu lausu vegna sjónleysis og þykir honum ekki taka
því að' greina frá öðru en nöfnum þeirra manna sem hann hittir daglega, hvernig viðrar
og hve lengi hann gengur úti á degi hverjum. Annað ekki að heita má. Frá þessu segir
hann í eftirmála. Tekur því ekki að birta þá dagbók.
Um handritið er þetta að segja. Fyrri hlutinn er á 36% blaðsíðu auk titilblaðs. Seinni
hlutinn er á tæpum 20 blaðsíðum auk eftirmála á 1 blaðsíðu þéttritaðri, og er á dönsku.
Skriftin er fljótaskrift, stafsetningin dálítið á reiki, stundum langt sérhljóð eða tvíhljóð
á undan ng, nk, stundum ekki. Ypsilon oft með tveimur deplum yfir en í öðrum tilvikum
ekki. Nokkur óregla í notkun upphafsstafa. Víða ber út af um depla og komrnur yfir
sérhljóðum, einnig sums staðar um greinarmerki. Dagbókin er birt hér stafrétt og leið-
réttinga getið jafnóðum neðanmáls. Þar sem orð eða bókstafi vantar er þeim bætt í
innan bornklofa.
Bókaverðirnir Haraldur Sigurðsson og Grímur M. Helgason cand. mag. veittu mér
aðstoð þegar mig rak alveg í strand að komast fram úr handritinu, einnig Jakob Bene-
diktsson dr. phil., þegar latínan stóð í mér. Þakka ég þeim hjálpina.
Þá er að geta lítillega höfundar dagbókarinnar.
Bjarni amtmaður Thorsteinsson (1781—1876) var sonur Þorsteins bónda Steingríms-
sonar, er ættaður var úr Skagafjarðarsýslu. Móðirin, Guðríður, var dóttir Bjarna sýslu-
manns Nikulássonar í Skaftafellssýslu. Bjarni missti föður sinn snemma og naut styrks
frænda sinna og ýmissa velgerðarmanna til náms. Hann lauk námi í Reykjavikurskóla
árið 1800, en hélt ekki utan fyrr en 1804 (vegna efnaskorts) og lauk lögfræðiprófi 1807.
Síðan vann hann í stjórnardeildunum dönsku nær óslitið til 1821 er honum var veitt
amtmannsembættið í Vesturamti. Því gegndi hann til 1849 er hann varð að hætta störfum
vegna blindu. Hann var tvívegis settur stiptamtmaður og heiðursmerki og nafnbætur
hlaut hann að sjálfsögðu. Kona hans var Þórunn Hannesdóttir biskups Finnssonar. Eign-
175