Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 87
Dagbók Bjarna Thorsteinssonar amtmanns
og mannudliga, spurdi mig um son sinn (er í sumar var á Islandi) og margt
sem Island snertir. Hann itrekadi, ad eg skyldi til sín koma, ef eg vildi eitt-
hvad gott, Islandi vidkomandi, framqvæma; því — bætti hann vid — vid
hér þeckium ecki þetta land, enn vilium því þó, og eg serilagi, vel; §onur
minn vona eg komi fródur úr þessari ferd og ad hann hafi haft stóra nýtsemi
þaraf.
Þad þokti mér spaugiligast þennann dag, ad Stiptamtm. Krieger og Pro-
fessor Magnussen, sem kóngur hafdi útnefnt sem fulltrúa Islands til ad mæta
í standa-samkomunni í ár, voru bádir til Audience hiá kongi og hinn sídar-
nefndi þarhiá hiá Prints Christian, til ad þacka fýri — œruna!11 Slíkt og
þvíumlikt sýnist fýrifram(m) ad vekia grun um standan(n)a friálsrædi, hrein-
skilni og hugrecki ef á þarf ad halda. lán fýri mig ei ad vera í neinu vid
þetta efni ridinn!
23 Septbr. Var eg hiá Grossera Magnus uppa peningaskipti ockar á milli.
hann er í miklu áliti fýri rádvendni og vitsmuni, hvad og svo reýndist mér.
Um qvöldid var eg hiá Registrator Petersen í Geheimearch(iv)inu. Orsakadist
þad af gömlum kunnigleika milli hanns, Professor Sal. Rasks og mín. Eg
lofadi honum nockru cárakterisku tillagi til æfisögu Rasks,12 hvarum hann
inniliga had mig, þó eg á þessum stad ei sé vel undirbúinn þartil.
24 Septbr. Var eg til heimbods ad middagsverdi hiá Grossera og Riddara
J. Holm. Þar var mikid samqvæmi og mig minnir veittir 8 réttir matar, af
hvorium eg smackadi einúngis á þremur eda fiórum; lika var framborid
allskonar vín, hvará medal Champagnie, er smackadi fæstum vel. Enn eitt
vantadi, híra og mátuliga lærda Conversation yfir bordum, sem og eptir mál-
tídina. Þennann dag taladi eg vid Etatsrád Hansen og Justilsrádinn Bentzen
og Schifler, enn einungis um ómerkiliga hluti.
25 Septbr. Talte jeg med Stiftamtmand Krieger om ellers ligegyldige Ting.
læste og skrev breve til Island.
26 Septbr. Taladi eg vid Justitsrád Benlzen og Kaupmenn Jacobæus og
Simonsen — eckert markverdt. Skrifadi bref til Islands.
11 Konungnr kvaddi 19/9. 1834 Krieger stiptamtmann og Finn Magnússon til aS vera
fulltrúa Islands á stéttaþinginu í Hróarskeldu. Fyrsta þingið var liáð frá okt. 1835 til
febr. 1836.
12 Þeim Bjama liafði verið vel til vina og m. a. var Bjarni meðal stofnenda Ilins ísl.
bókmenntafélags 1816, en Rasmus Kr. Rask hafði verið aðalhvatamaðurinn.
181