Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 5
Stefán Jónsson Um það' leyti sem verið var að leggja síðustu hönd á þetta hefti Tímaritsins barst sú fregn að rithöfundurinn Stefán Jónsson væri látinn. Traustleiki Stefáns Jónssonar og alger skortur á flysjungshætti voru séreinkenni hans umfram flesta aðra rithöfunda. Hann hafði mjög persónulega aðferð og stíl, yfirlætis- lausan en meinlegan, sléttan á yfirborðinu en undirfurðulegan ef hetur var að gáð. Is- lenzkar bókmenntir hafa átt fáa jafn-óvægna mannþekkjara og hann, og þó er óhætt að scgja að hinn skarpi skilningur hans hafi verið laus við beiskju. Þá er enn ótalið að Stefán Jónsson Iagði út í það stórvirki, sem enginn annar íslenzkur rithöfundur hefur víst gert, livorki fyrr né síðar, að semja róman sinnar kynslóðar: allt í senn, Bildungsroman og éducation sentiinentale og þjóðfélagslegan og pólitískan róman á breiðum grundvelli. Það var Vegurinn að brúnni, mesta og merkasta verk hans. Það eitt er reyndar mikið afrek að brjótast í gegnum þau stokkmótíf og forboð og öll þau „hér-um-bil“ sem löngum eru þeim höfundi til trafala sem vill rita sannorða skáldsögu um samtíð sína, — en án þesskonar undirbúningsstarfs er verk hans dæmt til að misheppnast. Þetta er þó enn meira afrek þegar langur tími hefur farið svo á undan, að þessi hoð og bönn bókmennta- og félagslegrar hefðar liafa nær undantekningarlaust verið virt og í heiðri lialdin af þeim sem sízt skyldi, rithöfundunum sjálfum. I Veginum að brúnni er slíkt afrek unnið. Sem þroskasaga sýnir hann alkunna per- sónugerð úr þjóðlífi og bókmenntum þessarar aldar, sveitadrenginn sem fer að leita sér „frarna" á stærri stöðum, hálft í hvoni rótfastur í fortíðinni, hálft í hvoru rótslitinn; vansæll af því hann veit ekki hvað liann er; með óprófaða og óleiðrétta bernskuóra; og fullur af þeirri vizku að hann sé sérstakur. Gagnvart fyrri myndum þessarar persónu- gerðar, sem oft og tíðum hefur verið lýst af harla ntiklum sérgæðingsskap, er meðferð Stefáns Jónssonar einmitt merkileg fyrir gagnrýnina. A þann hátt verður lýsing hans að reikningsskilum við þessa persónugerð, að hlutlægri skilgreiningu og rökrænni rakn- ingu á sálarlífi sem hefur örugglega verið mikið og algengt einkenni andlegrar sögu umbrotalímanna á fyrri hluta aldarinnar. Það er raunar lærdómsríkt að þessi persónu- gerð er orðin að einæðingi í sögunni; cn athyglisverðust er þó sívakandi gagnrýni höf- undarins á mótun persónunnar, þar með talið á því umhverfi sem hefur mótað hana. Lýsing þessa umhverfis út af fyrir sig er annars gott dæmi um það hvers raunsæi Stefáns var megnugt: því að á sjöunda áratugi aldarinnar þurfti sannarlega mikið til að gera liinuin löghelgaða vettvangi íslenzkrar skáldsögu, sveitinni, þau skil að því fer jafn-fjarri að leiði liins margtuggða og svimatilfinning óraunveruleikans ásæki lesandann. En það er ekki einvörðungu fyrir sálfræðilega skarpskyggni í lýsingum einstakra per- sóna að Vegurinn að brúnni er eitt af höfuðritum íslenzkrar skáldsagnagerðar; sérstaða hans er jafnvel enn frekar fólgin í þeirri þjóðfélagslegu mynd sem þar kemur fram. 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.