Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 25
stjórunum, blaðasölunum og betlur- unum í Saigon hefur skilizt að Bandaríkjamönnum er jafnan útbært fé svo framarlega sem menn taka at- hugasemdalaust við myndinni af ,góða stráknum‘ er þeir hampa svo mjög. Þeim hefur skilizt að hjarta og pyngja Bandaríkjamanna opnast upp á gátt ef menn láta eftir þeim að leika á móti þeim hinar hetjulegu senur úr goðsögnum Villta vesturs- ins. Það eitt er nóg, annars krefjast þeir ekki. En Saigonbúar hafa einnig komizt að raun um að vísasti vegur- inn til þess að komast í liina úttroðnu dollarapyngju felst í því að láta ým- ist skína í tálvonina eða veifa vendi vonbrigðanna á víxl. Hinar ungu ekkjur er sitja í ögrandi stellingum á vínbörunum og hinir skítugu mun- aðarleysingjar í Catinatstræti sem fara með klúrum hreyfingum og upp- hrópunum, miða líka framkomu sína við það að hagnast á þessari blekk- ingaþörf. Og til þess að bera hönd fyrir höfuð sér greiða Bandaríkja- menn æ hærra verð, en þar sem það leiðir til almennrar verðbólgu hækk- ar skattur þeirra án afláts. Þannig myndast vítahringur sem meinar blekkingarþörfinni að fá út- rás, með þeim afleiðingum að von- brigðin verða agn er hvetja til stöð- ugra fjárútláta. Því er það að strák- arnir í Saigon biðja gjarnan um fimm pjastra áður en gefandinn fær ráðrúm til að sýna örlæti sitt ótil- Bandaríkjamenn í Víetnam kvaddur. Af sömu ástæðu hlaupa börnin undan, jafnskjótt og þau hafa tekið við pjöstrunum, og hrópa ,Hello OK‘, svo að öðlingurinn fær ekki tækifæri til þess að gæla við snáðann eða segja við hann nokkur vingjarn- leg orð. Af sömu ástæðu kemur það æ sjaldnar fyrir að hinar girnilegu barstúlkur eyði heilii nótt með banda- rískum hermönnum. Þeir verða að borga fyrir það eitt að mega setjast á móti þeim og fer þó fjarri að þeir uppskeri alltaf vingjarnlegt viðmót í staðinn. Þá taka þeir það til bragðs að drekkja sorgum sínum í áfengi, og skömmu fyrir útgöngubannið má sjá þá dragnast áfram í fylgd með gamalli, sóðalegri og sjúkri skækju sem þeir leggjast með af lítilli lyst og án þess að mæla orð af vörum. Þannig birtist endurkast myndar- innar sem Bandaríkjamenn smíða af sjálfum sér, í fölsuðu formi eða gam- anleik þar sem þeir múta Víetnam- búum til þess að fara með hlutverk hins aðilans. Við þörf þeirra á að sjá sig í spéspegli bætist nú tilhneiging þeirra til sjálfsrefsingar sem tekur á sig æ masokískari myndir með hverj- um degi. Þessa tilhneigingu kunna Víetnambúar einnig að notfæra sér í ábataskyni. Hin ,mannlegu við- skipti* sem Víetnambúar hafa við hina bandarísku verndara sína eru þannig af svipuðu tagi og þau er gleðikonur kunna að hafa við spillt- ustu viðskiptavini sína. 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.