Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 92
Tímarit Máls og m enningar
22. October Var eg nockra stund á því isl. Rentuk. Contoiri; hiá Professor
Magnusen, m.fl.; skrifadi embættis bréf.
23. October Um formiddag. var eg hiá Kammerjunker Hoppe; gégnum
gengum vid þá ad nýu þær islendsku Commissions sakir, og tókum allt þad í
burtu, sem ockur ei syndist þurfa vid.
24. October Um morgunin hiá Stiptamtm. Kr. er sagdi mér frá einu og
ödru vid Hoffid, samt uin likindi til almennings óanægiu, ef Kóngsins misti
vid.
Eptir tilsögn mætti eg til Taffels18 Kl. 3. Einu qvart(e)ri seinna kom Kong-
urinn og drottninginn. Einn Kherra Moltke — er sagdist vera í ætt vid fyrr-
verandi Stiptamtm. á Isl. greifa Moltke — fýristillti mig drottningunni. Hún
spurdi mig um almenna hluti, svosem hingad siglinguna, hvort eg hefdi verid
frískur á ferdinni, o.s.v. Þareptir kom Kóngurinn til mín, er sagdist þeckia
mig; qvartadi ýfir ad Climatid í Islandi væri kallt, sumarid stutt og s.frv.
Spurdi um kartoflu vöxt og hló, nær eg sagdi honum, ad þad væri ódugnadi
ockar ad kénna, ad vid ei ræktudum kartoflur til liúdrýginda. Vid bordid
sat eg an(d)spænis móti Kongi og drottningu og hafdi á adra hlid Greifa
Blucher Altona vid húsarregimentid, enn vid hina einhvorn Capitaine, er
sagdist vera í ætt vid Stiptamtmann Krieger. Greifinn er vel sidadur ungur
madur og Adjutant hiá Prints Christiani, vid hann taladi eg mest um Island,
enn vid Captaininn um Schlesvig, hvadan hann sagdist vera. Conversationin
var jöfn og skemtilig, lángt fram(m) ýfir þad, hvors eg hafdi vænt mér.
25ti Octbr. Var eg nockra stund um qvöldid hiá Justitsr. Bentzen, sidan
hiá Larsen, og um Formidd. hiá Jacobæus.
26. Octbr. bordadi um midianndaginn hiá Larsen, var ad ödruleiti heima.
27. Octbr. Kom til mín Iústitsrád Valsöe, er vildi sækia um Syslu fyri
son sinn. Var eg á því isl. Rentuk. Contoiri og um qvöldid hiá kaupmanni
Simonsen.
28. Octbr. Ad mestuleiti heima og skrifadi bréf.
29. Octbr. Um morgunin hiá Conferencer. Collin. Var talad um(m) margt,
svosem ad hæcka Forpagtnings Afgift19 af Syslunum, m.m. og ad setia af-
ls Borðhalds.
ln Afgjaltl sýslumanna til konungs.
186