Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Blaðsíða 105
Dagbók Bjarna Thorsteinssonar amtmanns
13 Febr. Til Taffels54 biá Prints Christian. Þar var frammúrskarandi
praktug veitsla og Musik vid Bordhaldid. Printsinn og Printsessann töludu
litid eitt vid mig, ádurenn farid var ad borda, mest um isl. og málarans Clozes
Prospekter af Geysir,55 m. fl. Undir bordum taladi eg mest vid Amtm. Tre-
schow um Noreg, og Commandeur Wulf af Söe Etaten, um sióferdir Cadett-
anna og an(n)ad þesskonar.
14. Febr. Var eg nockrastund á því isl. Contoiri. heima og las Orst. athuga-
semdir vid brefid til Rentuk. um peninga umbreitinguna
15. Febr. heimsokti eg Profess. Magn. Sekrataire Ilald og JacoI)æus; um
qvöldid hiá Simonsen med Justitsr. Frýdensberg.
16. Febr. Var eg hiá Kr. bordadi til middag hiá Rentuk. direkteur Schön-
heýder. Þar var margmennt helst frá Rentukammerinu, svosem Kongslew,
Collin, Rothe — m. Fl. Eg taladi mest vid Amtmann Treschow, Rothe, Com-
mand(e)ur Schonheýder og Hoppe. Sumum þokti hvorki matur eda vín fram-
urskarandi gott.
17. Febr. Fór eg med kammerjunk(er) Hoppe til Professor Freunds og
skodadi þar mikil málverk af Thorvaldsens erfidi; ogsvo margt af Freund
sjálfum. Freunds Verelsi voru nyliga málud eptir italienskum stýl,50 enn synd-
ust vera oflág undir loptid og dýrum; mér sýndist ogsvo málverkinn stird og
stíf í sumum höfudpörtunum. Enn þarum dæmi eg, sem blindur um lit. Þad
sem mér þokti fallegast var málverk eptir Thorvalds.: Kristur sem blessadi
tvö börn og annad málverk, þessu nockud líkt, þó ósamkýnia. Málverk er fýri-
stillti hanns Jason, syndist mér miklu midur um, eins og um margt annad er
adrir sögdu addáanliga falligt.
18. Febr. Var ad mestuleiti heima; þó litla stund i Rentukam(m)erinu hvar
Bentzen og eg, ei urdum ásattir, um sumar decisionir i því isl. Contoiri.
19. Febr. Var eg leingi hiá Zahlkasser(er)anum57 Iustitsrád Linde, hvorium
eg var velkunnugur frá eldri tid. Hann sagdi mér margt um stórmenni hér,
•r’4 Sjá 18. athgr.
55 Sjá 20. athgr.
r,0Prófessor Freund, H. E. (1786—1840), myndhöggvari. Hann skreytti heimili sitt
„helt i pompejansk stil“. Dansk Biografisk Leksikon VII, 357.
57 Gjaldkeri einkasjóSs konungs (Partikulærkasse), innti af hendi persónnleg útgjöld
konungs, styrki til einstaklinga og stofnana o. s. frv.
199