Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Síða 69
Skúlptúr
Eg leit á hann aftur. Jú, þetta var svona, andlitið var steinrunnið, alger-
lega af grjóti gert.
Nú, jæja, verra gæti það verið, hugsaði ég, því ég hef nú einu sinni ofur-
ást á grjóti.
Ég horfði á hann uin stund, rannsakandi. Langaði til að sjá hverrar teg-
undar þetta steingerða andlit væri.
Ég horfði á hann lengi, lengi.
Og guð minn góður, ég veit þið ldjótið að skilja mig, hvað mér varð
hverft við.
Þetta andlit var úr mógrýti. Þeirri einu legund grjóts sem ég get ekki Jiolað.
Því er ekki að neita að mógrjót getur litið ágætlega út, lekið á sig allra
fallegustu myndir. En við minnstu snertingu molnar það og verður svo
hræðilega umkomulaust og auðvirðilegt. Mylsna, sem þú gengur á, og spark-
ar úr götu þinni ef það er þér til óþæginda. Og enginn, enginn tekur eftir því.
Þá er betra að vera moldin, heit, gljúp og sveigjanleg, allt, sem frá henni
kemur vex og grær, og deyr að lokum eins og vera ber. Skúlptúr úr mógrýti
lifir ekki, deyr ekki.
Undarlegar tilfinningar gagntóku mig, ég er ekki viss um hvorl það var
meðaumkun eða fyrirlitning.
Ég man þó að ég hugsaði um það hversu vel ég yrði að gæta þessa andlits,
gæta þess að enginn mölvaði það, því það væri synd, það er svo ljómandi
snoturlega mótað.
Ætli krakkarnir okkar taki nokkuð eftir þessu? Ég vona ekki. Ekki ef ég
vanda mig af fremsta megni.
Ég veit að ég verð stundum þreytt á að þurfa að viðhafa þessa eilífu að-
gæzlu, dylja sjálfa mig og aðra þess að því var áskapað að bera í sér tóm-
leikann, sem er sama og dauðinn.
Ætli það geri annars svo mikið til, eru ekki flestar konur lil þess fæddar
að sýnast, Ieika.
Og ég á leiðið mitt, ég á við leiðið hans, förumannsins, með gula hárið
og hláturinn í augunum.
Og litina. Alla glettnu, gáskafullu litina, sem alltaf bíða mín, þegar ég
hef tíma til að njóta þeirra, og hlusta á hlátur fiðrildanna.
Maðurinn stóð upp, greiddi hár sitt vandlega framini fyrir speglinum, tók
skjalatöskuna og hagræddi henni virðulega undir hægri handleggnum og
sagði: Vertu sæl.
163