Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 17
Bandarikjamenn í Víetnam árlega til umráða ákveðna dollara- upphæð sem verja skal til innfiutn- ings á vörum samkvæmt hinni banda- rísku efnahagsaðstoð. Stjórnin deilir þessari upphæð milli hinna ýmsu innf lutningsfyrirtækj a samkvæmt reglum er þau hafa sett sjálf eftir innbyrðis átök. Þessi heildarfjárhæð er bundin því skilyrði að fyrir hana sé aðeins keyptur handarískur varn- ingur. innflytjendur greiða víet- namska ríkinu 60 pjastra fyrir hvern dollara skv. hinu opinbera gengi, en það er lielmingi lægra en svarta- markaðsgengið (145 pjastrar) og jafnvel mun lægra en það sem ferða- menn og bandarískir hermenn njóta í Þjóðhankanum. Ríkisstjórnin hefur sett nokkrar reglur sem fyrirtækin eru skuldbundin að fylgja við inn- flutninginn. Til dæmis verða þau að flytja inn lífsnauðsynj ar, s.s. lækn- ingalyf, fyrir ákveðna upphæð. En fyrir utan þessar fáu takmarkanir er innflytjendunum frjálst að flytja inn hvað sem þeim þóknast, og að sjálf- sögðu verða fyrir valinu þær vörur sem þeir vænta sér mests hagnaðar af og mest eftirspurn er eftir: lúxus- neyzluvörur eins og bílar, ísskápar, viskí, létt vín o. s. frv. Jafn lífsnauð- synlegar vörur og læknislyf eru ekki einu sinni fluttar inn eftir þörfum, heldur eftir hagnaðarlíkum. Af þessu leiðir að ríkisspítalana og lyfjabúðir skortir að staðaldri sum læknislyf. Hinar hneykslanlegu afleiðingar þessa fyrirkomulags eru þær, að ann- ars vegar eru ekki fluttar inn vörur sem íbúar sveitanna þarfnast og ráða við, og hins vegar að horgarastéttin í Saigon baðar sig í amerískum lúx- usvörum sem hún fær í reynd á nið- urgreiddu verði. Bandaríkjamenn segja sér til réttlætingar að nauðsyn- legt sé að hafa pjastra aflögu til hernaðarþarfa (kaupmáli hermanna og lögregluliðs, kostnaður við flutn- inga á íbúum o. s. frv.). Við þessar aðstæður verði verðbólgu ekki forð- að nerna með innflutningi varnings sem eftirspurn og samsvarandi kaup- geta sé fyrir. Þessi skýring er svo lýsandi rökræn að allar athugasemdir eru óþarfar. Ollum ætti að vera ljóst hve efna- hagsástandið í Víetnam er ótryggt. Ekki þarf annað en velta því fyrir sér hvað biði allra liinna fjölmörgu hótela, vínbara, veitingahúsa, flutn- inga- og byggingafyrirtækja eða þá hins ótölulega vinnuafls og hermanna þann dag er Bandaríkjamenn héldu á brott. Jafnvel nú sem stendur koma örðugleikarnir í ljós. í september- mánuði 1965 létu Bandaríkjamenn undan þrýstingi almenningsálitsins í heiminum og innleiddu hernámsmynt og bönnuðu hermönnum sínum að skipta ,grænum‘ seðlum á svarta- markaðnum. Þjóðbanki Víetnams veitir þessari hernámsmynt þau for- réttindi að kaupa hana á 118 pjastra, gengi sem er mitt á milli þess sem 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.