Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Side 17
Bandarikjamenn í Víetnam
árlega til umráða ákveðna dollara-
upphæð sem verja skal til innfiutn-
ings á vörum samkvæmt hinni banda-
rísku efnahagsaðstoð. Stjórnin deilir
þessari upphæð milli hinna ýmsu
innf lutningsfyrirtækj a samkvæmt
reglum er þau hafa sett sjálf eftir
innbyrðis átök. Þessi heildarfjárhæð
er bundin því skilyrði að fyrir hana
sé aðeins keyptur handarískur varn-
ingur. innflytjendur greiða víet-
namska ríkinu 60 pjastra fyrir hvern
dollara skv. hinu opinbera gengi, en
það er lielmingi lægra en svarta-
markaðsgengið (145 pjastrar) og
jafnvel mun lægra en það sem ferða-
menn og bandarískir hermenn njóta
í Þjóðhankanum. Ríkisstjórnin hefur
sett nokkrar reglur sem fyrirtækin
eru skuldbundin að fylgja við inn-
flutninginn. Til dæmis verða þau að
flytja inn lífsnauðsynj ar, s.s. lækn-
ingalyf, fyrir ákveðna upphæð. En
fyrir utan þessar fáu takmarkanir er
innflytjendunum frjálst að flytja inn
hvað sem þeim þóknast, og að sjálf-
sögðu verða fyrir valinu þær vörur
sem þeir vænta sér mests hagnaðar
af og mest eftirspurn er eftir: lúxus-
neyzluvörur eins og bílar, ísskápar,
viskí, létt vín o. s. frv. Jafn lífsnauð-
synlegar vörur og læknislyf eru ekki
einu sinni fluttar inn eftir þörfum,
heldur eftir hagnaðarlíkum. Af þessu
leiðir að ríkisspítalana og lyfjabúðir
skortir að staðaldri sum læknislyf.
Hinar hneykslanlegu afleiðingar
þessa fyrirkomulags eru þær, að ann-
ars vegar eru ekki fluttar inn vörur
sem íbúar sveitanna þarfnast og ráða
við, og hins vegar að horgarastéttin
í Saigon baðar sig í amerískum lúx-
usvörum sem hún fær í reynd á nið-
urgreiddu verði. Bandaríkjamenn
segja sér til réttlætingar að nauðsyn-
legt sé að hafa pjastra aflögu til
hernaðarþarfa (kaupmáli hermanna
og lögregluliðs, kostnaður við flutn-
inga á íbúum o. s. frv.). Við þessar
aðstæður verði verðbólgu ekki forð-
að nerna með innflutningi varnings
sem eftirspurn og samsvarandi kaup-
geta sé fyrir. Þessi skýring er svo
lýsandi rökræn að allar athugasemdir
eru óþarfar.
Ollum ætti að vera ljóst hve efna-
hagsástandið í Víetnam er ótryggt.
Ekki þarf annað en velta því fyrir
sér hvað biði allra liinna fjölmörgu
hótela, vínbara, veitingahúsa, flutn-
inga- og byggingafyrirtækja eða þá
hins ótölulega vinnuafls og hermanna
þann dag er Bandaríkjamenn héldu
á brott. Jafnvel nú sem stendur koma
örðugleikarnir í ljós. í september-
mánuði 1965 létu Bandaríkjamenn
undan þrýstingi almenningsálitsins í
heiminum og innleiddu hernámsmynt
og bönnuðu hermönnum sínum að
skipta ,grænum‘ seðlum á svarta-
markaðnum. Þjóðbanki Víetnams
veitir þessari hernámsmynt þau for-
réttindi að kaupa hana á 118 pjastra,
gengi sem er mitt á milli þess sem
111