Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Qupperneq 67
Unnur Eiríksdóttlr
Skiilptúr
Þeir freista mín, allir þessir litir.
Grænir, bláir, gullnir, og mjúkt, sveigjanlegt grasið, ilmandi og á sífelldri
hreyfingu í blænum.
Það er þessvegna að ég geng svo oft út í kirkjugarð og dvel þar löngum
stundum.
Margir halda að ég sé eitthvað undarleg í kollinum, hæði grannkonurnar
og krakkarnir í götunni, sem ég bý við. Og það er ósköp skiljanlegt, ég labba
oft þangað í hugsunarleysi, á inniskónum, með svuntuna framan á mér og
jafnvel með ógreitt hár.
Já, ég er sammála þeim, ég er eitthvað skrítin.
En þau vita ekkert um litina, sem bíða mín þar.
Heldur ekki um leiðið mitt.
Leiðið þitt?
Það er von þið spyrjið. Ég er heldur ekki grafin þar sjálf, eins og þið
hljótið að skilja.
Nei. Hann, sem þar hvílir er förumaður með hörgult hár og dimmblá augu.
Það er langt síðan þeir jörðuðu hann. Og líklega hefur hann þá verið löngu
dáinn. Þó er ég aldrei alveg viss um það.
Ég er að velta því fyrir mér hvorl þið hafið nokkurn tíma séð hann, eða
þekkt hann eins og ég. Hann talaði við fáa aðra en liljur vallarins og fuglana
fljúgandi, kannski líka bláfjöllin í fjarska. Hló við öllum þessum bjarta,
lifandi hlátri, með bláu augun full af hamingju. Og liljurnar hlógu á móti
honum, þessum tómhenta förumanni, sveigðu sig í mjúkum dansi, áhyggju-
lausar eins og hann, fuglarnir sungu skærar en fyrr, og bláfjöllin ljómuðu.
Hann kyssti mig stundum. Og þá bar það við að ég fékk vængi og fann
mig svífa alla leið upp í himinblámann, líka yfir ókunn lönd og iðandi
mannþröng á strætum stórra borga, dimma skóga, og hvítar, sólvermdar
sjávarstrendur. Ég hitti svart fólk, gult fólk og brúnt, talaði við alla, skildi
alla.
11 TMM
161