Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 69
Ólajur Halldórsson Ritlist - varðveizla fróðleiks ‘Móyses hét guðs dýrlingur í Gyðingafólki sá er fyrst hóf þá þrifnaðarsýslu að rita helgar bækur .. .* Veraldarsaga1 Þegar ég var í barnaskóla las ég lítið kver sem hét Líkams og heilsufræði og var eftir Ásgeir Lárusson Blöndal lækni. Þar stóð meðal annars, að skilningarvit mannsins væru fimm: sjón, heyrn, ilman, smekkur og til- finning, og að boð frá þessum skiln- ingarvitum hærust eftir taugakerfinu til heilans. Nú er ég ekki að rifja þetta upp í þeirri von að ég geti hætt eitthvað um þekkingu þeirra sem þetta lesa með því að fræða þá á því litla sem ég man úr Líkams og heilsu- fræði Ásgeirs Blöndals, heldur til að leggja áherzlu á þá staðreynd sem allir þekkja nú á tímum, að vit hvers kykvendis er í heilanum. í öðru lagi til þess að lesendur hafi það í huga, vegna þess sem ég mun síðar drepa á, að heilinn er ekki einungis upp- spretta, þar sem öll hugsun fæðist, heldur er hann einnig einskonar vél, sem tekur við og vinnur úr því efni sem skilningarvit manns eða dýrs senda honum, og a. m. k. sumt af þessu efni varðveitir heilinn, þannig að maðurinn eða dýrið getur fært sér það í nyt, stundum skamman tíma, stundum eins lengi og lífveran er íend, og til þessa geymda efnis getur hver einstaklingur gripið þegar hann vill og þarf á því að halda, ef ekki hefur orðið sú bilun í vélinni, að hún neiti að skila því sem henni var falið til geymslu. Hið aðkomna efni sem heilinn geymir er í raun og veru allt lærdómur, þótt venjulega sé ekki nema lítill hluti þessa forða nefndur því nafni. Venjulega teljum við manninn ekki í flokki dýra, heldur skiljum í milli manns og dýrs. Sem lífvera telst maðurinn þó til þeirrar dýrategundar sem nefnd er spendýr. En maðurinn hefur margbrotnari og fullkomnari heila en nokkurt annað dýr jarðar- innar. Þar í er fólgin orsök þess að maðurinn hefur orðið þess megnug- ur að breyta lífsháttum sínum frá kynslóð til kynslóðar og að hann hefur náð æ meira valdi yfir um- hverfi því sem hann lifir í. En gott er að hafa þá staðreynd í huga, að heili eins manns getur ekki komið 371
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.