Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Qupperneq 69
Ólajur Halldórsson
Ritlist - varðveizla fróðleiks
‘Móyses hét guðs dýrlingur í Gyðingafólki sá er fyrst hóf
þá þrifnaðarsýslu að rita helgar bækur .. .* Veraldarsaga1
Þegar ég var í barnaskóla las ég lítið
kver sem hét Líkams og heilsufræði
og var eftir Ásgeir Lárusson Blöndal
lækni. Þar stóð meðal annars, að
skilningarvit mannsins væru fimm:
sjón, heyrn, ilman, smekkur og til-
finning, og að boð frá þessum skiln-
ingarvitum hærust eftir taugakerfinu
til heilans. Nú er ég ekki að rifja
þetta upp í þeirri von að ég geti hætt
eitthvað um þekkingu þeirra sem
þetta lesa með því að fræða þá á því
litla sem ég man úr Líkams og heilsu-
fræði Ásgeirs Blöndals, heldur til að
leggja áherzlu á þá staðreynd sem
allir þekkja nú á tímum, að vit hvers
kykvendis er í heilanum. í öðru lagi
til þess að lesendur hafi það í huga,
vegna þess sem ég mun síðar drepa
á, að heilinn er ekki einungis upp-
spretta, þar sem öll hugsun fæðist,
heldur er hann einnig einskonar vél,
sem tekur við og vinnur úr því efni
sem skilningarvit manns eða dýrs
senda honum, og a. m. k. sumt af
þessu efni varðveitir heilinn, þannig
að maðurinn eða dýrið getur fært
sér það í nyt, stundum skamman
tíma, stundum eins lengi og lífveran
er íend, og til þessa geymda efnis
getur hver einstaklingur gripið þegar
hann vill og þarf á því að halda, ef
ekki hefur orðið sú bilun í vélinni, að
hún neiti að skila því sem henni var
falið til geymslu. Hið aðkomna efni
sem heilinn geymir er í raun og veru
allt lærdómur, þótt venjulega sé ekki
nema lítill hluti þessa forða nefndur
því nafni.
Venjulega teljum við manninn
ekki í flokki dýra, heldur skiljum í
milli manns og dýrs. Sem lífvera telst
maðurinn þó til þeirrar dýrategundar
sem nefnd er spendýr. En maðurinn
hefur margbrotnari og fullkomnari
heila en nokkurt annað dýr jarðar-
innar. Þar í er fólgin orsök þess að
maðurinn hefur orðið þess megnug-
ur að breyta lífsháttum sínum frá
kynslóð til kynslóðar og að hann
hefur náð æ meira valdi yfir um-
hverfi því sem hann lifir í. En gott
er að hafa þá staðreynd í huga, að
heili eins manns getur ekki komið
371