Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Síða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Síða 108
Tímarit Máls og menningar hugar að neita því, að þeir hafi séð margt rétt. Um Karl Marx er það þó óumdeilan- legt, að hann hafði í höfuðatriðum rangt fyrir sér. Hugmyndir hans um efnahags- þróun og stéttaskiptingu eru nú orðnar gersamlega úreltar, þó að sértrúarflokkar í stjórnmálum haldi enn í þær. Einn aðal- veikleiki Marx er sem sagt hinn sami og Freuds, að gera allt of mikið úr einstökum atriðum, sem að vísu höfðu og hafa þvð- ingu, en engan veginn þá, sem hann vildi halda fram. Höfuðstoð í kenningakerfi Marx er sú, að í sögunni ráði ópersónuleg öfl, sem brjótist fram eftir ákveðnum lögmálum og einstaklingar fái engu breytt um. Ifald- leysi þeirrar kenningar sést þegar af því, hvflík gífurleg áhrif hann sjálfur hefur liaft nú nokkuð á aðra öld. Ef það væru eingöngu ópersónuleg öfl, sem öllu réðu, þá ætti Marx og kenningar hans engtt að hafa breytt. En hverjum kemur til liugar að halda slíku fram? Og hver er sá, sem lætur sér um munn fara að kommúnistar hefðu náð völdum í Rússlandi 1917, ef Lenin hefði ekki verið þar til forystu? Ástæðan til þess, að Lenin komst til Rúss- lands var sú, að þýzki hershöfðinginn Ludendorf, einn harðsvíraðasti afturhalds- maður sinna tíma, ákvað, að Lenin fengi fararleyfi til Rússlands undir þvzkri her- vernd í því skyni að grafa undan hernaðar- mætti Rússlands. Persónuleg áhrif ein- stakra manna — hvort sem þeir teljast mikilmenni eða misendismenn — hafa aldrei opinberazt betur í atburðarásinni, en einmitt að þessu sinni. Eða hvað segja menn um kommúnista nú? Fyrir nokkrum misserum skrifaði einn af helztu forystu- mönnum flokksdeildar þeirra hér, sem ver- ið hafði á ferð í Kína, um það, að þess sæjust engin merki, að þar væri einstakl- ingsveldi á borð við það, sem var á Stalins- timunum í Sovét-Rússlandi. En ekki verð- ur lengur falið, að persónudýrkunin á Stalin, jafnvel lofkvæði Jóhannesar úr Kötlum, bliknar í samanburði við lofið, sem nú er hlaðið á Mao. Enda virðist trúin á hann og hans yfirmannlegu vizku vera notuð sem yfirvarp fyrir harkalegri kúgun- araðferðum og villimannlegra ofstæki en menn áður áttu að venjast, jafnvel á dög- um Hitlers og Stalins. [Hér er lokiS hinum frœðilega lcafla bréfsins. En nú kemur gott dœmi um rök- rœðulist höfundarins; hann átti enn eftir að draga hagnýta ályktun af teoríunni, og kemur þá í Ijós að hann var allan tímann að miða á ákveðið mark — Framsóknar- mennf] Yfirleitt er ekki talið sæma að með- höndla manneskjur eins og tilraunadýr, þess vegna verður tilraunum sjaldnast komið við í þjóðfélagsvísindum. I stað þess verður að læra af reynslunni og veitir þá árangur mismunandi þjóðskipulaga og ó- líkra kenningakerfa ómetanlega leiðbein- ingu. En í mati á þeim verður að gæta fullrar varúðar. Ólíkar aðstæður krefjast ólíkra úrræða, enda er allt eilífum breyt- ingum undirorpið. Reynslan er þó ólygn- asti dómarinn, og ekki er á góðu von, þeg- ar menn þora ekki að tala nm hana. Þess vegna er það merki um málefnalega upp- gjöf, þegar hver Framsóknarmaðtirinn á fætur öðrum skorast í áheyrn alþjóðar undan umræðum um samanburð á ástand- inu nú og á vinstri stjórnar árunum. [Höfundur Reykjavíkurbréfa hefur ]>á greinilega enga löngun til að láta líta á sig sem neikvœðan niðurrifsmann einvörðungu. Hann gerir sér Ijóst að ekki dugir að sýna haldleysi viðurkenndra frœðikenninga, heldur verður betrí kenning að koma i staðinn. Strax í ncesta sunnudagsblaði, 5. 410
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.