Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 110
Tímarit Máls og menningar til heilla en ekki bölvunar. Lorenz telur að menn geti um þetta margt lært af þeirri lausn, sem í nattúrunni hafi fundizt til að gera sams konar hvöt hjá dýrum skaðlausa eða beint snúa henni til góðs. I lauslegri þýðingu segir Lorenz um bar- áttugleðina: „Með svipuðum hætti og sigurmótið hjá grágæsum er baráttugleðin raunveruleg, sjálfstæð hvöt hjá manninum: Hún hefur sína eigin gírugu hegðun, um hana losnar með ákveðnum aðferðum, og á sama veg og kynhvötin eða aðrar sterkar hvatir, þá hefur hún í för með sér ákveðna magn- þrungna fullnægju. Styrkleiki freistingar- innar, sem í henni er fólgin, skýrir af hverju skynsamir menn hegða sér ámóta óskynsamlega og óskikkanlega í stjórnmál- um og í kynferðismálum. Eins og sigur- mót gæsanna hefur hún veruleg áhrif á þjóðfélagsbyggingu þeirra, sem henni eru lialdnir. Mannkynið er ekki innilega bar- áttufúst af því, að það skiptist upp í stjórn- málaflokka, heldur deilist það í andstæða hópa af því, að þannig skapast skilyrði til að vekja baráttugleðina á fullnægjandi hátt. „Ef allsherjar hjálpræðiskenning næði einhverntíma yfirráðum á allri heims- kringlunni, svo að allar aðrar kenningar væru úr sögunni", skrifar Erich von Holst, „mundi hún strax skiptast í tvo ósammála hópa sem væru ákafir andstæðingar (þar sem hver og einn teldi sjálfan sig segja allan sannleikann, en hinn vera villutrúar- mann) og fjandskapur og stríð mundi halda áfram eins og áður, þar sem mann- kynið er, — því miður — eins og það er!“ “ Óneitanlega eru þetta nýstárlegar kenn- ingar, og því fer vitanlega fjarri, að þeim hafi hér verið gerð viðhlítandi skil. En bók Lorenz er örugglega þess verð, að hún sé þýdd á íslenzku. Hún varpar meira Ijósi á ýms þjóðfélagsfyrirhæri heldur en marg- ar þær kenningar sem reynt hefur verið að telja okkar kynslóð trú um að leiða ættu til lausnar allra vandamála. Bæði kommún- isminn og nazisminn þóttust hafa uppgötv- að hin hinstu sannindi. Lýðræðismenn hafa þvert á móti flestir játað, að þeir kynnu ekki ráð við öllum vanda, heldur yrði hægt og hægt að þokast fram á leið eftir því, sem aukin þekking og skilningur almennings leyfði. Hitler sagðist hafa stofnað þúsund ára ríki og stóð það ein- ungis í rúman áratug en verkar eftir á sem ótrúleg hrollvekja. Kommúnistar þykjast enn hafa fundið þjóðfélagsvísindi, sem m. a. eiga að skapa eilífan fróðafrið og afmá allt ríkisvald, því að allir eigi þvingunar- laust að geta búið saman í sátt og sam- lyndi. Raunin hefur orðið sú, að ríkisvald er hvergi öflugra en þar sem kommúnistar hafa náð völdum. Stjórnarherrar eru þar nánast dýrkaðir sem Guðir á meðan veldi þeirra stendur. INú er þar komiS aS mórallinn er dreg- inn út úr frœSikenningunni, og kemur þá í Ijós aS þeir Mao og fíjörn Þorsteinsson fá versta skellinn.] Innbyrðis hatur og valdabarátta eru hvergi hatrammari en á meðal kommúnista sjálfra. Þetta verður þeim mun ljósara eftir því, sem meira vitnast um innri sögu Sovét-Rússlands, og blasir nú við öllum í borgarastyrjöldinni, sem brotizt hefur út í Kína. Innbyrðis átök eru ofboðsleg, og ekki er félegra að heyra, hvernig Kína- kommar tala nm sína sovézku flokksbræð- ur. Fyrir röskri viku voru hengd upp í Peking spjöld með þessum áletriinum: „Skerið Kosygin í stykki.“ „Steikið Kosygin.“ „Sprengið Breznev í loft upp.“ Orðbragðið er svipaðast því sem Björn Þorsteinsson hafði hér í hlaðinu á dögun- 412
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.