Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 5
Þórbergur Þórðarson Optð bréf til Kristins Andréssonar í „Borginni minni“, 21. maí 1970. Þótt mér finnist ég eiga óhugnanlega lítið í því fyrirtæki, þegar skatt- skýrslurnar ryðjast hér inn á heimili mitt og fara ránshrammi um það, sem lítið er, en margmiljónararnir hérna í kringum mig sleppa með lítt skarðan hlut fyrir leikni í ræningjamennsku. Eða þegar flughálkan á götunum ógnar lífi manns og limum án þess að ráðamenn fyrirtækisins láti sig það minnsta máli skipta. Annars ætlaði ég að ávarpa þig: Elskulegi hálfbróðir í lífshugsj ónum. Ég er vonsvikin sál, þó ekki sprekað flak. Engu að síður get ég ekki losnað við þá sannfæringu, að heimkynni vort, vor umkomulausa jörð, eigi eftir að lenda í stórslysum. Hið fyrsta hendir þó varla fyrr en seint á þessari öld eða undir lok hennar. Þá verð ég kominn undir sælan væng Maríu minnar. Þessu slysi má þó afstýra, en verður ekki afstýrt, sakir ófullkomleika mannanna. Það verður stórstyrj öld, sennilega atómstyrjöld á heimsmælikvarða, eins og komizt er að orði um snjöll skáld, slungna leikara og heyrnardrepandi söngvara. Margir virðast þó vera að vona, að þjóðirnar spyrni við fótum, áður en þær steypi sér fram af þeim ætternisstapa. En hvers er að vona af mannrusli, sem staðið hefur með hangandi höll í ösku ár eftir ár, á meðan bandaríska dollaravaldið hefur haft þjóðarmorð að gróðavegi og rekið þann bissnis af svo útsmoginni grimmd, að fróðir menn telja til eindæma í veraldarsögunni, og er þar á ofan svo fákunnandi og heimskt, að það virðist ekki hafa hugboð um myrkrin, sem fagna morðingj- um og manndrápurum hinumegin grafar eftir þj ónustuverkin til skemmtunar Myrkrahöfðingjanum hér í heimi, en um þá vistarveru minnir mig Heine komast þannig að orði í tali sínu við smásyndara: „Og Helvítið er hinu- megin, hræðilegra en nokkur veit“. Og svo eru hinir, sem standa sundraðir hver upp í hárinu á öðrum út af einhverjum marxistískum kreddum í stað þess að sameina krafta sína gegn þvílíkum óþjóðalýð. Þessi „ófullkomleiki mannanna“ er sárari en nokkurum tárum taki. 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.