Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 25
Georg Lukács og hnignun raunsœisins
hann hafði áður skrifað — m. a. um þingræðið, skipulagsmál Þriðja alþjóða-
sambandsins, lögmæti og ólögmæti, menningu og sósíalisma, sjálfkvæmni
fjöldans og starfsemi flokksins, Rósu Luxemburg sem marxista og gagnrýni
hennar á rússnesku byltinguna, og síðast en ekki sízt um hlutgervinguna og
meðvitund verkalýðsins. Úrval þessara ritgerða kom út í bók 1923: „Ge-
schichte und Klassenbewusstsein“ (Saga og stéttarvitund). Fyrir þá bók er
Lukács frægastur og ekki að ástæðulausu. Hún vakti bæði undrun og skelf-
ingu í hópi marxista og var ákaft rædd á 5. þingi Þriðja alþjóðasambandsins.
Gagnrýnin var enganveginn það ómálefnalega skítkast sem borgaralegar
þjóðsögur vilja vera láta, en bún var æði skörp, einkum frá rússunum sem nú
sigldu hraðbyri inní sívaxandi miðstjórnarvald og skriffinnsku og lögðu æ
ríkari áherzlu á „kórrétta" hugsun forystunnar. Lukács varð að víkja úr
miðstjórn ungverska flokksins og ritstjóm tímaritsins „Kommunismus" sem
gefið var út í Vín. En hann lét gagnrýnina sem vind um eyrun þjóta. Sjálfs-
gagnrýni hans sá ekki dagsins Ijós fyrren 1934, en hún átti ekki rætur að
rekja til þvingana flokksins, heldur leit nú Lukács verkið öðrum augum en
áður. Hann hefur þó aldrei snúið baki við sumum grundvallarhugmyndum
þessarar bókar, þær eru þvert á móti undirstaða þess sem síðar átti eftir að
koma frá hans hendi, svosem skoðana hans á hlutverki frumlagsins (súbjekts-
ins) í þekkingarferlinu, mikilvægi Hegels fyrir díalektíska efnishyggju, gildi
heildarhugtaksins, marxismanum sem aðferð og könnunar hans á hlutgerv-
ingunni. En það er ekki þarmeð sagt að „Geschichte und Klassenbewusstsein“
sé eitthvert hámark allrar snilldar. Samt er mér næst að halda að fátt merki-
legra hafi síðan verið skrifað í marxistískum fræðum.
Bókin er skrifuð „í hita baráttunnar“ og ber Ijósan vott þeirra andstæðna
sem þá einkenndu byltingarhreyfinguna í Evrópu. Hún ber líka vott um and-
legan uppruna höfundar síns. Lukácsi tekst hér vissulega að beita díalektík-
inni á skapandi hátt, en samtímis situr hann ennþá fastur í söguháspeki
Hegels og eskatológíu hans: flokkurinn og ráðstjórnarríkið verða að nokkurs-
konar loka- og fullkomnunarstigi sögunnar, á svipaðan hátt og Prússaveldi
Friðriks Vilhjáms þriðja hjá Hegel, og verkalýðsstéttin og flokkur hennar
öðlast hinn endanlega sögusannleik. Þetta stríðir að sjálfsögðu gegn allri
díalektík. Lukács vegur hart að bókstafstrú Kautskys o. fl. og leggur ríka á-
herzlu á að marxisminn sé fyrst og fremst aðferð til að kynna veruleika kapí-
talismans; þetta aftrar honum samt ekki frá að halda því fram að aðferðin
héldi gildi sínu þó að það kæmi á daginn að allar niðurstöður Marx væru
rangar! Gegn þessu og öðru hefur Lukács tekið afstöðu síðarmeir. Það gildir
215