Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 23
Georg Lukács og hnignun raunsœisins sögu seinni tíma. Hversvegna er söguljóðið ekki lengur nothæft? Lukács segir að það sé vegna þess að heimsskoðunin hafi breytzt. En hann reynir ekki að neinu ráði að útskýra hversvegna hún hafi breytzt; það er þó aug- ljóst að hann er fjarri því að útskýra þessa breytingu útfrá efnishyggjunni. Heimur Hómers er lokuð heild, ljós og skiljanleg, og persónur hans eiga ekki við nein „vandamál“ að stríða, komist þær í háska er það sjaldnast sálar- háski; þær lifa í sátt við guðina og umhverfi sitt hvað sem á bjátar. Heimur skáldsagnanna er sundraður og óljós, persónur þeirra eru í eilífri ósátt við guð og umhverfi sitt og líða meira fyrir innri ófullkomnun en ytri aðstæður. Ólíkir heimar kalla á ólík form. Skáldsagan er listrænt tjáningartæki borgara- stéttarinnar á sama hátt og söguljóðið var listrænt tj áningartæki forngrikkja. Söguþróunin er þessvegna ekki einungis andstæð manneskjunni, heldur líka skáldskapnum, því það er erfiðara að lýsa sundruðum heimi sem heild en heimi samræmis og einingar. í augum Lukácsar verður fornöldin glötuð sæla og kapítalisminn ástand allrar andstyggðar. Skáld þessa tíma er því Dosto- éfskí, því hjá honum mótar greinilega fyrir heimi þar sem andlegt samræmi er aðal alls lífs; og þetta ríki Dostoéfskís hlýtur að vera í nánd. Það má segja að söguháspeki þessarar bókar — sem þrátt fyrir allt hefur að geyma margar þær spurningar sem Lukács hefur verið að glíma við allt frammá þennan dag — sé síðasta framlag hans.til borgaralegrar hugsunar, því það fór eins fyrir honum og gervallri Evrópu: hann kom ekki samur og jafn útúr heimsstyrj öldinni fyrri. Lukács var friðarsinni, en eins og hann segir sjálfur: útópískur friðarsinni. Hann tók afstöðu gegn styrjöldinni án þess að setja hana í meiriháttar pólitískt samhengi. Hann bjó í Heidelberg í stríðshyrjun og vann að „Die Theorie des Romans“. Ásamt nokkrum menntamönnum svipaðs sinnis og hann (Ernst Bloch og Karl Jaspers m. a.) einangraði hann sig frá stríðs- æðinu — „einsog sögufólkið í „Decamerone“ frá drepsóttinni“. Kennari hans, Georg Simmel, söng stríðinu lof, og þess var ekki langt að bíða að leiðir þeirra skildu. Pólitískur áhugi Lukácsar óx eftir því sem leið á stríðið. Mikinn þátt í því átti Ernst Bloch, en hann vann þá að „Geist der Utopie“, verki þar sem hugmyndir Marx um drottnun hagkerfisins yfir manninum liggja til grundvallar. Það sem tafði mest fyrir þeim félögum var eskato- lógía (,,endalokafræði“) Hegels; efnishyggja þeirra var líka mekanísk frem- ur en díalektísk. Þátttaka Ungverjalands með Miðveldunum í styrjöldinni bætti ekki á- standið þar í landi. Álitið er að um hálf milljón ungverskra hermanna hafi 213
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.