Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 151
Upphaf prentlistar á Austurlandi
Nönnu birtust einnig nokkur kvæði eftir ungt skáld og upprennandi, — Hann-
es Hafstein. Höfuðtilgangurinn með útgáfu Nönnu mun hafa verið að afla
Skuld sem flestra áskrifenda. Engar heimildir hef ég þó fyrir því, hvort Nanna
hefur náð þessum tilgangi sínum.
5. Útbreiðsla og dreifing Skuldar
Þegar nýtt blað hefur göngu sína, skiptir ætíð miklu, hversu til tekst um
útbreiðslu þess í upphafi. Nú á dögum er stofnun nýs blaðs venjulega auglýst
rækilega í fjölmiðlunartækjum alllöngu áður en fyrsta tölublaðið sér dagsins
Ijós.
Þegar Skuld hófst árið 1877, voru fjölmiðlunartæki hins vegar harla fá-
gæt á íslandi, og varð því að leita annarra úrræða. Algengasta aðferðin þá
var að senda hoðsbréf á undan blaðinu, en þau boðuðu stofnun blaðsins og
buðu mönnum áskriftir, voru nokkurskonar áskriftarlistar. Hagur hins nýja
blaðs gat svo oltið á því, hvernig menn brugðust við boðsbréfinu, þegar þeir
fengu það sent. Yfirleitt valdist svo einn maður í hverri sveit, svonefndur
útsölumaður, til þess að annast hagsmuni blaðsins. Oftast gerðust þessir út-
sölumenn nokkurskonar útbreiðslustjórar, hver innan síns umdæmis. Var
þá títt, að duglegir útsölumenn væru verðlaunaðir, t. d. auglýsir Jón Ólafs-
son oft í Skuld, að þeir, sem útvegi blaðinu sjö nýrra áskrifenda, fái einn
árgang þess og jafnvel eitt eintak bókarinnar „Söngvar og kvæði“ í sölu-
laun.
Ekki er hægt að segja um það með fullri vissu, hve mikilli útbreiðslu Skuld
náði, enda skortir um það öruggar tölur. Þó tel ég að fullyrða megi, að miðað
við íslenzk blöð almennt hafi útbreiðsla Skuldar orðið allmikil. Eins og vænta
mátti, var Skuld mest keypt á Austurlandi, og í 12.—13. tbl. 1. árg. er frá því
skýrt, að í níu hreppum, sem taldir eru upp á Austurlandi, séu alls 109 fastir
kaupendur. Þar af voru 11 á Jökuldal og 21 í Tunguhreppi. Þessar tölur tala
sínu máli, og þykir mér ekki óeðlilegt að ætla, að kaupendur blaðsins á öllu
Austurlandi hafi orðið a. m. k. 200.
En hvað um útbreiðslu blaðsins í öðrum landshlutum? í grein, sem birt-
ist í 33. tbl. 2. árg. Skuldar og ber yfirskriftina „Til hvers og eins“, lýsir rit-
stjórinn því yfir, að áskrifendur blaðsins séu þá þegar orðnir rúmlega 700.
Þegar haft er í huga, að íbúar á öllu landinu munu um þessar mundir hafa
341