Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 50
Tímarit Máls og menningar var allt í senn hagfræðingur, trúarbragðasérfræðingur, sagnfræðingur, heim- spekingur og stjórnmálamaður, en skilningur hans á þjóðfélagsheildinni varð samt aldrei „altækur“, hann var klofinn í marga búta sem náðu ekki saman. En yfirbreiðslutilhneiginga gætir einnig í borgaralegum bókmenntum, ekki aðeins hjá lággresinu, heldur einnig puntstráum þeim sem hæst ber. IV Lukács er óaðgengilegur að því leyti að hann hefur hvergi safnað höfuðskoð- unum sínum á bókmenntum saman í einn stað. Það er ekki hægt að taka neina eina bók eftir hann og segja: Þetta er Lukács! Skoðanir hans verður að tína saman úr flestu sem hann hefur skrifað um þessi efni og jafnvel önnur. Sú bók sem kemst næst því að gefa heildarmynd af kenningum hans er „Wider den missverstandenen Realismus“ (Gegn hinu misskilda raunsæi). Það er líka ekki óalgengt að sjá menn ræða bókmenntakenningar hans einsog hann hefði aldrei skrifað neitt annað. En ef Lukács á að nj óta sannmælis er nauð- synlegt að leita víðar fanga. Fyrrihluti þessarar bókar, sem byggir á fyrir- lestrum sem Lukács hélt m. a. við ýmsa háskóla á Ítalíu, er saminn haustið 1955, seinnihlutinn strax eftir 20. flokksþingið í febrúar 1955, og formálinn ekki fyrren eftir uppreisnina, í apríl 1957. Bókin ber augljós merki þess að vera skrifuð á tvennum tímum, auk þess sem hún einkennist nokkuð af örlítið barnalegum vonum sem Lukács gerði sér um Heimsfriðarhreyfinguna á þess- um árum. En hún er líka alltof yfirhorðskennd og ósnyrtileg til að hægt sé að líta á hana sem annað en vísbendingu til þeirra verka sem hann hefur betur unnið. Það er samt engin leið að snúa við henni baki, því í henni ræðir Lukács módernismann svonefnda ýtarlegar en bæði fyrr og síðar. En ég mun reyna að taka eins lítið mið af henni og kostur er. Menn þurfa ekki að hafa skrifað jafnmikið og ókerfisbundið og Lukács til að bjóða heim ótal vafasömum túlkendum sem draga það eitt fram í dags- ljósið er þeim hentar bezt. Einum hefur reynzt mögulegt að sýna frammá að sem bókmenntakönnuður væri Lukács íhaldsgaur og afturhaldsseggur, öðrum að hann væri rómantískur byltingarsinni, þriðja að hann væri endurskoðun- arsinni á kafi í borgaraskap, og fjórða að hann væri fyrst og fremst siðfræð- ingur og heimspekingur með fremur lágkúrulegan smekk á allri nútímalist. Enginn þeirra laug til eða fór með teljandi vitleysur. Allir hafa þeir samt rangt fyrir sér. Lukács er ekki bara íhaldsgaur, bara rómantískur byltingar- sinni o. s. frv., hann er allt þetta og margt margt fleira. Verk hans eru fjöl- 240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.