Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar Lukács er enginn „sérfræðingur“, þaðanafsíður fagidjót. Þekking hans er ekki einungis ákaflega alhliða, hann keppir líka meðvitað og markvisst að því að sjá og túlka alla hluti í sem víðustu samhengi. Bókmenntir eru í hans aug- um ekkert einangrað viðfangsefni, engin sérgrein, þær eru aðeins einn þáttur þeirrar miklu yfirbyggingar sem hvílir á hinum efnahagslega grundvelli, til- komnar undir stöðugum víxláhrifum milli skapara sinna og umhverfis þeirra; og milli grundvallar og yfirbyggingar; eftir tilkomu sína verða þær aðili í þessum víxláhrifum og verka bæði á aðra þætti yfirbyggingarinnar og grundvöllinn. Bókmenntir verða því ekki kannaðar til neinnar hlítar sem sérstætt fyrirbæri, heldur aðeins sem hluti í stórri heild. Til þess þarf þekk- ingu, ekki bara sérþekkingu á bókmenntum, heldur þekkingu á sem flestum þáttum mannlegs veruleika. Þessa þekkingu hefur Lukács. En alfræðiþekking hans kæmi að litlum notum ef ekki væri til að dreifa djúpum skilningi á heild- inni, sem lifandi samspili allra hluta hennar, og getu til að tengja þekkinguna þessum skilningi. Hér byggir Lukács á marxismanum — og betur en margir aðrir. Hann er einn af fáum mönnum eftir daga Marx og Engels sem tekizt hefur að beita díalektíkinni sem skapandi aðferð á hluttæk (konkret) við- fangsefni. Og hann er sá eini sem tekizt hefur að beita henni að ráði á einstök bókmenntaverk. Þannig hefur hann lagt ofurlítinn grundvöll að marxistískri bókmenntakönnun — en aðeins ofurlítinn grundvöll; um það virðist hann vera sér meðvitandi sjálfur. Honum hefur ekki tekizt að skapa neina þá að- ferð til bókmenntakönnunar sem kalla mætti frjóa í þeirri merkingu að henni mætti beita á ýmsan hátt á allar hliðar allra bókmennta. Aðferð hans er takmörkuð, ef til vill mjög takmörkuð, en hún er ekki lokuð fyrir breyting- um heldur opin, hana má víkka, dýpka og auðga á óteljandi vegu. Því þó að aðferðin sé takmörkuð, þá er undirstaða hennar hæði traust og frjó. Það er algengur misskilningur — en þó að mörgu leyti skilj anlegur — að marxisminn sé hugmyndakerfi sem geti (eða þykist geta) veitt svör við öllum spurningum. Þetta stafar af þeirri misþyrmingu sem marxisminn hefur orðið fyrir, fyrst hjá mönnum einsog Bernstein, Kautsky, Otto Bauer o. fl. og síðar hjá Stalín og eftirmönnum hans. Marxisminn getur að sjálfsögðu verið undirstaða heimsskoðunar. En fyrst og fremst er hann þó aðferð og tæki hins vísindalega sósíalisma til að rannsaka og túlka kapítalismann (ásamt öllu sem honum fylgir) og þá sögulegu þróun sem er forsenda hans. Og veiga- mesti þáttur marxismans er díalektísk efnishyggja. Án einhverrar þekkingar á henni — og umfram allt skilnings — verður marxisminn aldrei annað en 208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.